Það er mjög algengt að finna reglulega fyrir þreytu. Um þriðjungur fólks á öllum aldri finnur fyrir henni.
Þreyta er algengt einkenni ýmissa kvilla og alvarlegra sjúkdóma en í flestum tilfellum stafar hún af einföldum lífsstílsþáttum.
Sem betur fer eru þetta oftast atriði sem auðvelt er að laga.

Hér eru útlistaðar 10 ástæður fyrir sífelldri þreytu og ráðleggingar um hvernig hægt er að losna við hana.

1. Of mikil neysla á unnum kolvetnum

Neysla á unnum kolvetnum getur valdið sveiflum á blóðsykri og það getur leitt til þreytu. Veldu í staðinn heilfæði sem hefur lítil áhrif á blóðsykurinn.

2. Kyrrsetulíf

Kyrrseta getur líka valdið þreytu hjá heilbrigðu fólk, ekki bara hjá þeim sem þjást af langvinnum sjúkdómum eða öðrum heilsufarsvandamálum. Athafnasemi getur hjálpað manni að yfirstíga þreytuna.

3. Of lítill gæðasvefn

Ónógur eða lélegur svefn er algeng ástæða þreytu. Nokkrir tímar af samfelldum svefni gefur líkamanum og heilanum færi á að endurhlaða sig, sem gefur þér orku til að takast á við næsta dag.

4. Fæðuóþol

Fæðuóþol getur valdið þreytu og orkuleysi. Að nota útilokunaraðferðina getur hjálpað manni að finna út úr því hvaða fæðutegundum maður er viðkvæmur fyrir.

5. Of fáar hitaeiningar

Fyrir grunnstarfsemina þarf líkaminn lágmarksfjölda af hitaeiningum. Neysla á of fáum hitaeiningum getur orðið til þess að maður uppfylli ekki næringarþörf líkamans.

6. Sofið á röngum tímum

Að sofa á daginn getur komið líkamsklukkunni úr jafnvægi sem getur þá leitt til þreytu. Reyndu að sofa á nóttunni eða endurstilla líkamsklukkuna.

7. Of lítið af próteinum

Fullnægjandi skammtur af próteinum er mikilvægur fyrir efnaskipti líkamans og til að koma í veg fyrir þreytu. Hafðu eitthvað próteinríkt með hverri máltíð.

8. Ofþornun

Jafnvel væg ofþornun getur dregið úr þér og minnkað snerpu. Passaðu upp á að drekka nóg yfir daginn til að vega upp á móti vökvatapinu.

9. Að treysta á orkudrykki

Orkudrykkir innihalda koffín og önnur efni sem geta gefið þér tímabundið orkuskot áður en þreytan tekur aftur yfir. Þetta getur orðið að vítahring.

10. Mikil streita

Of mikil streita getur leitt til þreytu og dregið úr lífsgæðum. Jóga og hugleiðsla eru aðferðir sem geta hjálpað þér endurheimta orkuna.

Að lokum

Ýmsar ástæður geta valdið langvinnri þreytu. Það er mikilvægt að útiloka fyrst hugsanleg heilsufarsvandamál vegna þess að þreyta fylgir oft veikindum.
Mikil þreyta getur tengst neyslu á mat og drykk, athafnasemi eða hvernig er tekist á við streitu.

Góðu fréttirnar eru þær að með nokkrum lífsstílsbreytingum er líklega hægt að endurheimta orkuna og bæta lífsgæðin.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.