Að halda ónæmiskerfinu heilbrigðu er mikilvægt allt árið um kring.
Það sem þú borðar getur að sjálfsögðu haft gríðarleg áhrif á ónæmiskerfið.
Ákveðnar fæðutegundir geta minnkað líkurnar á veikindum á meðan aðrar tegundir geta hjálpað þér að ná skjótari bata ef þú lendir í veikindum.

Hér eru útlistaðar tíu fæðutegundir sem manni er ráðlagt að neyta til að styrkja ónæmiskerfið.

1. Járnrík fæða

Heilbrigt járnmagn í blóði stuðlar að betri virkni ónæmiskerfisins. Af þeim sökum er gagnlegt að bæta járnríkri fæðu við mataræðið.

2. Fæða sem inniheldur probiotics

Probiotics geta stuðlað að öflugara ónæmiskerfi. Það getur minnkað líkurnar á veikindum. Einnig getur það dregið úr einkennum og hjálpað þér að ná skjótari bata ef þú skyldir veikjast.

3. Sítrusávextir


Sítrusávextir og önnur fæða sem er rík af C-vítamíni getur styrkt ónæmiskerfið. Það dregur úr sýkingarhættu og getur hugsanlega gefið skjótari bata.

4. Engifer

Að bæta engifer við reglulegt mataræði getur minnkað sýkingarhættu og dregið úr einkennum ógleði þegar þú átt við veikindi að stríða.

5. Hvítlaukur

Tveir til þrír ferskir hvítlauksgeirar á dag geta styrkt ónæmiskerfið. Hvítlaukur virðist sérstaklega áhrifaríkur við að draga úr einkennum og flýta fyrir bata á kvefi og flensu.

6. Ber

Ber innihalda hjálpleg efnasambönd sem geta dregið úr hættu á veiru- og bakteríusýkingum.

7. Kókosolía

Fitan sem finnst í kókoshnetum getur hjálpað manni að verjast veiru-, bakteríu- og sveppasýkingum.

8. Lakkrísrót


Lakkrísrót getur hjálpað líkamanum í baráttunni við veirur, bakteríur og sveppi. Aftur á móti getur óhófleg neysla aukið líkurnar á neikvæðum áhrifum á borð við of háan blóðþrýsting.

9. Hnetur og fræ

Hnetur og fræ eru góð uppspretta kopars, selens, sinks og E-vítamíns sem eru öll mikilvæg fyrir heilbrigði ónæmiskerfisins.

10. Sætar kartöflur


Sætar kartöflur og önnur fæða sem er rík af A-vítamíni getur styrkt ónæmiskerfið og minnkað líkurnar á sýkingum.

Ónæmisstyrkjandi fæðubótarefni

 Ýmis fæðubótarefni, t.d. probiotics vörur og fjölvítamín, geta hjálpað til við að styrkja ónæmiskerfið hjá einstaklingum sem geta ekki mætt daglegri næringarþörf eingöngu í gegnum fæðuna.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.