Það er gríðarlega mikilvægt að viðhalda heilbrigði beina.

Steinefni eru mikilvæg fyrir vöxt og þroska beina í barnæsku, á unglingsárum og fyrri hluta fullorðinsáranna. Við þrítugt höfum við ná hámarks beinþéttni.

Ef nægjanlegum beinmassa hefur ekki verið náð á þessu tímabili getur beinþynning orðið vandamál síðar á lífsleiðinni og meiri hætta á að beinin verði viðkvæm og brotni auðveldlega.

Sem betur fer eru margar leiðir í gegnum næringu og heilbrigðan lífstíl sem hjálpa til við að byggja upp sterk bein og viðhalda þeim eftir því sem árunum fjölgar.

Hér eru 10 náttúrulegar aðferðir til byggja upp heilbrigð bein.

1. Borðaðu nóg af grænmeti

Mataræði sem inniheldur mikið af grænmeti hjálpar til við að byggja upp heilbrigð bein í barnæsku og verndar beinmassa hjá einstaklingum undir þrítugt og eldri konum.

2. Stundaðu styrktarþjálfun og lyftingar

Að stunda lyftingar og styrktarþjálfun getur hjálpað til við að auka beinmyndun á meðan á beinvexti stendur og styrkir beinheilsu í eldri einstaklingum, einnig þeim sem eru með litla beinþéttni.

3. Borðaðu nóg af próteinum

Of lítil neysla á próteinum getur leitt til beintaps. Próteinríkt mataræði getur hjálpað þér að léttast og verndað beinheilsu eldra fólks.

4. Borðaðu kalkríka fæðu yfir daginn

Kalk er algengasta steinefnið í beinum og það er mikilvægt að neyta þess á hverjum degi til að vernda beinheilsu. Að dreifa kalkneyslunni jafnt og þétt yfir daginn hámarkar upptökuna.

5. Taktu inn nóg af D- og K-vítamínum

Það getur stuðlað að betri beinheilsu að fá nægan skammt af D- og K2-vítamínum úr annaðhvort fæðu eða fæðubótarefnum.

6. Forðastu lágkolvetnafæðu

Það hefur verið sýnt fram á að matarkúr sem gengur út á neyslu á of fáum hitaeiningum dregur úr beinþéttni, jafnvel þótt þrekþjálfun sé stunduð samhliða kúrnum. Neyttu staðgóðrar fæðu sem inniheldur a.m.k. 1200 hitaeiningar á dag til að viðhalda beinheilsu.

7. Prófaðu að taka inn fæðubótarefni sem innihalda kollagen

Nýlegar rannsóknir benda til þess að neysla á kollageni með aðstoð fæðubótarefna geti hjálpað til að viðhalda beinheilsu með því að draga úr niðurbroti á kollageni.

8. Haltu þér í heilbrigðri þyngd

Að vera annaðhvort of léttur eða of þungur getur haft slæm áhrif á beinheilsu. Að halda þyngdinni í jafnvægi, frekar en að rokka upp og niður í þyngd, getur hjálpað þér að viðhalda beinþéttni.

9. Neyttu fæðu sem inniheldur magnesíum og sink

Magnesíum og sink gegna lykilhlutverki í að ná hámarks beinmassa í barnæsku og viðhalda beinþéttni eftir því sem að árunum fjölgar.

10. Neyttu fæðu sem er rík af omega-3 fitusýrum

Omega-3 fitusýrur stuðla að beinmyndun og varnað beintapi á efri árum.

Að lokum

Beinheilsa er mikilvæg á öllum skeiðum ævinnar.

Margir taka því sem sjálfsögðum hlut að hafa sterk bein. Einkenni koma oft ekki fram fyrr en eftir verulegt beintap.

Sem betur fer eru til margar leiðir í gegnum næringu og lífstíl sem geta hjálpað þér að byggja upp og viðhalda sterkum beinum – og það er aldrei of seint að byrja.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.