Það er engin tilviljun að hröð aukning á offitu byrjaði um svipað leyti og unnin matvæli fóru að vera aðgengilegri.

Unnin matvæli geta verið hentug en þau eru troðfull af hitaeiningum, innihalda litla næringu og auka hættuna á ýmsum sjúkdómum. Aftur á móti er náttúrulegur matur heilsusamlegur og getur hjálpað þér að léttast.

Hvað er náttúrulegur matur?

Náttúrulegur matur eru heildstæðar fæðutegundir sem eru ríkar af vítamínum og steinefnum, án aukefna og eru að mestu óunnar.

Hér eru nokkur dæmi:
• Epli
• Bananar
• Chia-fræ
• Brokkólí
• Kál
• Ber
• Tómatar
• Sætar kartöflur
• Brún hrísgrjón
• Lax
• Egg
• Óunnar kjötvörur

Það er mikið af náttúrulegum mat í hverjum fæðuhópi og því mikið úrval sem þú getur valið úr til að bæta við þitt eigið mataræði.

Hér eru 11 ástæður fyrir því hvernig náttúrulegur matur getur hjálpað þér að léttast.

1. Náttúrulegur matur er næringarríkur

Næringarríkt mataræði getur hjálpað þér að missa fitu með því að draga úr næringarskorti og hungri.

2. Hann inniheldur mikið af próteinum

Prótein er mikilvægasta næringarefnið fyrir fitutap. Náttúrulegur matur er betri uppspretta próteina því hann er minna unninn og inniheldur vanalega meira af próteinum og minna af fitu.

3. Náttúrulegur matur inniheldur ekki unninn sykur

Náttúrulegur matur inniheldur önnur næringarefni sem eru góð heilsunni. Matvæli með mikið af viðbættum sykri innihalda oftast fleiri hitaeiningar, eru ekki eins seðjandi og auka hættuna á offitu.

4. Hann inniheldur meira af vatnsleysanlegum trefjum

Vatnsleysanlegar trefjar geta hjálpað þér að léttast með því að draga úr matarlyst. Frábær uppspretta af vatnsleysanlegum trefjum er í náttúrulegum matvælum á borð við sætar kartöflur, baunir, ávexti og grænmeti.

5. Náttúrulegur matur inniheldur fjölfenóla

Náttúrulegur matur er frábær uppspretta fjölfenóla. Þeir eru plöntusameindir með andoxandi eiginleika. Sumir fjölfenólar á borð við epigallocatechin gallate í grænu tei geta hugsanlega hjálpað þér að tapa fitu.

6. Náttúrulegur matur inniheldur ekki verksmiðjuframleidda transfitu

Verksmiðjuframleidd transfita eykur fitusöfnun og hættuna á mörgum alvarlegum sjúkdómum. Náttúruleg matvæli innihalda ekki þessar verksmiðjuframleiddu transfitur.

7. Hann hjálpar þér að borða hægar

Náttúrulegur matur hjálpar þér að borða hægar því þú þarft að tyggja meira. Þetta getur dregið úr matarlyst og þú fullnægt hungrinu með minni mat.

8. Náttúrlegur matur getur dregið úr sykurþörf

Náttúrulegur matur skapar heilbrigðari þörf í sætindi. Að borða meira af náttúrulegum matvælum getur hjálpað bragðlaukunum að aðlagast og dregið þannig úr sykurþörfinni með tímanum.

9. Þú getur borðað meira en samt tapað þyngd

Náttúrulegur matur inniheldur oftast færri hitaeiningar en unnin matvæli á miðað við þyngd. Matvæli með fáar hitaeiningar á miðað við þyngd eru t.d. grasker, gúrkur, ber og poppkorn.

10. Hann dregur úr neyslu þinni á mikið unnum matvælum

Að borða meira af náttúrulegum mat dregur úr neyslu á unnum matvælum sem fyrir vikið dregur úr hættunni á offitu.

11. Náttúrulegur matur hjálpar þér að gera breytingar á lífi þínu

Að breyta mataræðinu yfir í meira af náttúrulegum mat í stað þess að fylgja megrunarkúr getur hjálpað þér að léttast og halda því til lengri tíma.

Að lokum

Mataræði sem er ríkt af náttúrulegum mat er frábær fyrir heilsu þína og getur hjálpað þér að léttast.
Náttúrulegur matur er næringarríkari, inniheldur færri hitaeiningar og er meira seðjandi en flest unnin matvæli.
Þú tekur stórt skref í átt að heilsusamlegra líferni með því einu saman að skipta unnum matvælum út fyrir náttúrlegan mat.
Og það sem meira er – að koma því í vana að borða náttúrulegt, í stað þess að fylgja tímabundnum megrunarkúrum, gerir þér auðveldara að léttast og viðhalda árangrinum til lengri tíma litið.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.