Breytingaskeiðið byrjar í kringum fimmtugsaldurinn hjá flestum konum og stendur venjulega yfir í nokkur ár.
Að minnsta kosti tvær af hverjum þremur konum finna fyrir einkennum á þessu tímabili.
Einkennin geta til dæmis verið hitaköst, nætursviti, skapgerðarsveiflur, önuglyndi og þreyta.
Konur á breytingaskeiði eiga að auki meiri hættu á að fá ýmsa sjúkdóma á borð við beinþynningu, offitu, hjartasjúkdóma og sykursýki.
Margar konur prófa náttúruleg fæðubótarefni og önnur úrræði til að ráða bót á meinum sínum.

Hér eru útlistaðar 11 náttúrulegar leiðir til að draga úr einkennum breytingaskeiðsins.

1. Borðaðu mat sem er ríkur af kalki og D-vítamíni

Fæða sem inniheldur mikið af kalki og D-vítamíni er mikilvæg til að koma í veg fyrir beinþynningu sem getur gerst á breytingaskeiðinu

2. Haltu þér í heilbrigðri þyngd

Að koma sér í heilbrigða þyngd og viðhalda henni getur hjálpað til við að draga úr einkennum breytingaskeiðsins og komið í veg fyrir sjúkdóma.

3. Borðaðu fullt af grænmeti og ávöxtum

Mataræði ríkt af grænmeti og ávöxtum getur hjálpað til við að halda beinunum heilbrigðum og komið í veg fyrir þyngdaraukningu og ýmsa sjúkdóma.

4. Sumt er gott að forðast

Ákveðnar fæðutegundir og drykkir geta valdið hitaköstum, nætursvita og skapgerðarsveiflum. Þetta getur átt við um koffín, áfengi og sykraðan og kryddaðan mat.

5. Regluleg hreyfing

Regluleg líkamsþjálfun getur hjálpað til við að draga úr einkennum breytingaskeiðsins á borð við lélegan svefn, kvíða, depurð og þreytu. Hún getur líka komið í veg fyrir þyngdaraukningu og ýmsa sjúkdóma og aðra kvilla.

6. Borðaðu fæðu sem er rík af plöntuestrógenum

Fæða rík af plöntuestrógenum getur haft einhver jákvæð áhrif á hitaköst og hættu á hjartasjúkdóma. Niðiurstöður rannsókna eru þó ekki einróma.

7. Drekktu nóg af vatni

Að drekka nóg af vatni getur hjálpað til við að koma í veg fyrir þyngdaraukningu, stuðlað að þyngdartapi og dregið úr einkennum ofþornunar sem fylgir oft breytingaskeiðinu.

8. Minnkaðu neyslu á fínum sykri og unnum mat

Mataræði sem inniheldur mikið af unnum mat og einföldum kolvetnum tengist aukinni áhættu á þunglyndi og verri beinheilsu hjá konum eftir breytingaskeiðið.

9. Ekki sleppa úr máltíð

Óreglulegur matartími getur orðið til þess að ýmis einkenni breytingaskeiðsins versna. Að sleppa úr máltíð getur líka haft letjandi áhrif á þyngdartap hjá konum eftir breytingaskeiðið.

10. Borðaðu próteinríka fæðu

Regluleg neysla á hágæða próteinum getur komið í veg fyrir vöðvatap, stuðlað að þyngdartapi og hjálpað til við að tempra skapsveiflur og ná betri stjórn á svefni.

11. Notaðu náttúruleg fæðubótarefni

Náttúruleg fæðubótarefni geta haft jákvæð áhrif á einkenna breytingaskeiðsins, en það þarf fleiri rannsóknir til að sýna fram á öryggi þeirra og hagkvæmni.

Að lokum

Breytingaskeiðið er ekki sjúkdómur. Það er eðlilegur partur af lífinu.
Þótt einkennin geti verið erfið að eiga við, þá getur rétt mataræði og regluleg hreyfing hjálpað til við að draga úr þeim og jafnvel komið í veg fyrir þau.

Prófaðu þessar ráðleggingar svo breytingaskeiðið og tíminn sem framundan er geti verið þér ánægjulegri.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.