Kortisól er streituhormón sem nýrnahetturnar framleiða.
Það er mikilvægt til að hjálpa líkamanum að takast á við aðstæður sem valda streitu. Heilinn fyrirskipar losun þess sem mótsvar við alls konar streituvöldum. Þegar magn kortisóls er of hátt til lengri tíma gerir hormónið meira ógagn en gagn.

Langtímaáhrif sökum of mikils kortisóls eru til að mynda þyngdaraukning og hár blóðþrýstingur, svefntruflanir, neikvæð áhrif á lunderni, orkuleysi, minnisleysi og auknar líkur á sykursýki, beinþynningu og sýkingum.

Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað þér að draga úr magni kortisóls.

1. Nægur svefn

Haltu góðum svefnvenjum forðastu koffínneyslu á kvöldin og því sem getur truflað svefninn þinn. Sofðu í sjö til átta tíma til að halda kortisólinu í eðlilegum takti.

2. Æfðu í hófi

Líkamsþjálfun dregur úr kortisóli að næturlagi. Stífar æfingar auka magn kortisóls til skemmri tíma vegna álags á líkamann, en dregur samt sem áður úr magninu að nóttu til.

3. Lærðu að þekkja streituvaldandi hugsanir

Streitu núvitund (e. stress mindfulness) leggur áherslu á aukna vitund um streituvaldandi hugsanir og einkenni líkamsspennu. Að vera meðvitaðri um streitu og þá þætti sem valda henni er fyrsta skrefið í átt að því að takast á við hana.

4. Lærðu að slaka á

Ýmsar slökunaraðferðir geta lækkað magn kortisóls. Til dæmis djúpöndun, jóga, Tai Chi, tónlist og nudd.

5. Njóttu lífsins

Að huga að manns eigin hamingju getur hjálpað til við að lækka magn kortisóls. Rækta áhugamálin, meiri útivera og hlátur eru allt hlutir sem geta reynst gagnlegir.

6. Heilbrigð samskipti við aðra

Samskipti við fjölskyldu og vini getur bæði stuðlað að hamingju og valdið streitu. Njóttu tímans með þeim sem þér þykir vænt um og lærðu að fyrirgefa og vinna úr ágreiningi til að öðlast betri tilfinningalega og líkamlega heilsu.

7. Fáðu þér gæludýr

Ýmsar rannsóknir sýna fram á það að samskipti við gæludýr dragi úr streitu og lækki magn kortisóls. Það sama á við um gæludýrin.

8. Vertu besta útgáfan af sjálfum þér

Að uppræta samviskubit eykur lífsfyllingu og dregur úr magni kortisóls. Þetta getur haft í för með sér djúpstæðar breytingar á borð við fyrirgefningu bæði í þinn garð og annarra.

9. Ræktaðu andann

Fyrir þá sem hallast að andlegum málum getur trúariðkun og bænir haft góð áhrif á kortisólið. Að láta gott af sér leiða getur einnig bætt ástand kortisólsins, hvort sem þú ert fyrir andleg málefni eða ekki.

10. Borðaðu hollt

Ýmis fæða dregur úr kortisóli. Það á til að mynda við um dökkt súkkulaði, te og vatnsleysanlega trefjar. Að forðast of mikla sykurneyslu getur líka hjálpað þér að halda magninu niðri.

11. Taktu inn fæðubótarefni

Fiskiolía og asísk náttúrulyf sem kallast ashwagandha geta hjálpað til við að draga úr magni á kortisóli.

Að lokum

Til lengri tíma litið getur hátt magn kortisóls leitt til þyngdaraukningar, of hás blóðþrýstings, sykursýki, þreytu og einbeitingarskorts.
Prófaðu þessi einföldu ráð til að lækka kortisólið, auka orkuna og bæta heilsuna.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.