Blóðsykurfall gerist þegar blóðsykurinn hækkar og fellur svo skyndilega eftir máltíð.
Þetta getur leitt til sinnuleysis og hungurs. Til lengri tíma litið getur líkaminn átt erfiðara um vik að lækka blóðsykurinn nógu skilvirkt sem þá getur leitt til sykursýki 2.
Sykursýki er versnandi heilsufarsvandamál. Til dæmis eru 29 milljónir manna í Bandaríkjunum með sykursýki og 25% af þeim vita ekki einu sinni af því.
Blóðsykurfall getur einnig orðið til þess að æðarnar harðna og þrengjast, sem getur leitt til hjartaáfalls og heilablóðfalls.

Hér er minnst á 12 einfaldar leiðir til að koma í veg fyrir blóðsykurfall.

1. Veldu lágkolvetna fæði

Lágkolvetna mataræði getur komið í veg fyrir sykurfall og stuðlað að þyngdartapi. Að telja kolvetnin ofan í sig getur líka hjálpað til.

2. Borðaðu minna af unnum kolvetnum

Unnin kolvetni hafa lítið sem ekkert næringargildi og auka líkurnar á sykursýki 2 og þyngdaraukningu.

3. Dragðu úr sykurneyslu

Sykur gefur innantómar hitaeiningar. Hann veldur skyndilegri breytingu á blóðsykri og mikil neysla á honum tengist insúlínviðnámi.

4. Haltu þér í heilbrigðri þyngd

Að vera í yfirþyngd gerir líkamanum erfitt um vik að stýra sykurmagninu í blóði. Áhrifin geta orðið töluverð þótt þyngdartapið sé lítið.

5. Hreyfðu þig meira

Hreyfing eykur insúlínnæmi og örvar frumur til að fjarlægja sykur úr blóðinu.

6. Borðaðu meiri trefjar

Trefjar geta hægt á upptöku kolvetna og losun sykurs í blóðið. Trefjar geta líka dregið úr matarlyst og fæðuinntöku.

7. Drekktu meira vatn

Ofþornun hefur neikvæð áhrif á stjórnun blóðsykurs. Með tímanum getur það leitt til insúlínviðnáms og sykursýki 2.

8. Bættu smá ediki við fæðuna

Edik eykur insúlínsvörun og hjálpar til við að stjórna blóðsykrinu þegar kolvetna er neytt.

9. Taktu inn króm og magnesíum

Króm og magnesíum getur hjálpað til við að auka insúlínnæmi. Niðurstöður rannsókna sýna að ef steinefnin eru notuð saman hafa þau meiri virkni.

10. Kryddaðu aðeins upp í tilverunni

Bæði kanill og grikkjasmári eru frekar örugg. Þau geta haft góð heilsusamleg áhrif á blóðsykurinn ef þau eru notuð með máltíð sem inniheldur kolvetni.

11. Prófaðu berberín

Berberín hefur litlar hliðarverkanir og rannsóknir hafa sýnt það að berberín getið dregið úr blóðsykurfalli um 25% eftir máltíð.

12. Hugaðu að öðrum lífsstílsþáttum

Lélegur svefn, streita og mikil áfengisneysla hefur allt saman slæm áhrif á blóðsykurinn. Þess vegna er mikilvægt að huga einnig að lífstílsbreytingum en ekki bara mataræði.

Að lokum

Einfaldar breytingar á mataræði líkt og að halda sig við lágkolvetna og trefjaríka fæðu og sleppa aukasykri og fínu korni getur hjálpað þér að forðast blóðsykurfall.
Regluleg hreyfing, eðlileg þyngd og nóg af vatni getur einnig haft jákvæð áhrif á stjórnun blóðsykurs og heilsuna almennt.
Talaðu við lækni áður en þú gerir breytingar á mataræðinu ef þú átt við einhver heilsufarsvandamál að stríða eða notar lyf.

Að gera þessar einföldu breytingar á mataræði og lífsstíl er fyrir marga frábær leið til að minnka líkurnar á að þróa með sér insúlínviðnám eða sykursýki 2.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.