Fiskiolía eða lýsi er eitt algengasta fæðubótarefnið.

Fiskiolía inniheldur mikið magn omega-3 fitusýra sem eru mikilvægar heilsu okkar.

Ef þú borðar ekki mikið af feitum fiski, þá geta fæðubótarefni sem innihalda fiskiolíu hjálpað þér að uppfylla þörf líkamans fyrir omega-3 fitusýrum.

Hér er leiðarvísir sem byggir á rannsóknum á fiskiolíu og heilsueflandi áhrifum hennar.

Hvað er fiskiolía og af hverju skiptir hún máli?

Fiskiolía er fitan eða olían sem er unnin úr fisknum.

Hún kemur vanalega úr feitum fiski á borð við ansjósur, makríl, síld og túnfisk. Stundum er olían unnin úr fisklifur eins og þorski.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur fólki að borða einn til tvo skammta af fiski á viku. Ástæðan er út af jákvæðum heilsuáhrifum omega-3 fitusýra sem finnast í fiski.

Fæðubótarefni sem innihalda fiskiolíu geta hjálpað þér að uppfylla þörf líkamans fyrir omega-3 fitusýrum ef þú borðar ekki nægilega mikið af fiski.

Hlutfall omega-3 fitusýra í fiskiolíu er í kringum 30%. Hin 70% eru aðrar fitur. Óunnin fiskiolía inniheldur að auki A- og D-vítamín.

Það er mikilvægt að hafa í huga að omega-3 fitusýrurnar í fiskiolíu hafa víðtækari heilsueflandi áhrif heldur en omega-3 fitusýrurnar sem eru upprunar í plöntum.

Helstu omega-3 fitusýrurnar í fiskiolíu eru EPA og DHA. Omega-3 úr plöntum er að mestu leyti ALA.

ALA er lífsnauðsynleg fitusýra, en EPA og DHA hafa víðtækari heilsueflandi áhrif.

Önnur ástæða þess að það sé mikilvægt að taka inn nóg af omega-3 fitusýrum er vegna þess að vestrænt mataræði byggist mikið á fæðum sem innihalda lítið af omega-3 og mikið af omega-6 fitusýrum. Bjagað hlutfall á milli omega-3 og omega-6 getur hugsanlega verið orsakaþáttur í alls kyns vestrænum lífsstílssjúkdómum.

Hér má lesa um 13 heilsueflandi áhrif fiskiolíu.

1. Góð fyrir hjartað

Fiskiolía getur hjálpað til við að draga úr hættu á ýmsum þáttum sem tengjast hjartasjúkdómum. Það eru þó engar beinharðar sannanir fyrir því að fiskiolía geti komið í veg fyrir hjartaáföll og heilablóðföll.

2. Dregur úr einkennum geðraskanna

Fiskiolía getur dregið úr einkennum ákveðinna geðraskanna. Þessi jákvæðu áhrif geta verið út af aukinni inntöku á omega-3 fitusýrum.

3. Hjálpar þér að léttast og minnka mittismálið

Fiskiolía getur hjálpað til við að minnka mittismálið. Hún getur einnig hjálpað þér að léttast í bland við aðrar megrunaraðferðir.

4. Góð fyrir augu og sjón á efri árum

Að borða fisk getur hjálpað til við að koma í veg fyrir augnsjúkdóma. Þó er ekki alveg á hreinu hvort fæðubótarefni sem innihalda fiskiolíu hafi sömu áhrif.

5. Dregur úr bólgum og einkennum bólgusjúkdóma

Fiskiolía hefur öflug bólgueyðandi áhrif og getur hjálpað til við að draga úr einkennum bólgusjúkdóma, þá sérstaklega liðagigt.

6. Góð fyrir húðina

Húðin getur skemmst út af of mikilli sól eða vegna aldurs. Fiskiolía getur hjálpað til við að viðhalda heilbrigðri húð.

7. Mikilvæg á meðgöngu og fyrir ungbörn

Omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir vöxt og þroska ungbarna. Fiskiolían getur stuðlað að betri augnþroska. Áhrif hennar á lærdómsgetu og greindarvísitölu er enn óljós.

8. Dregur úr lifrarfitu

Lifrarsjúkdómar eru algengir hjá einstaklingum sem kljást við offitu. Fiskiolía getur hugsanlega dregið úr lifrarfitu og einkennum vegna fitulifrarkvilla sem tengist ekki áfengismisnotkun.

9. Dregur úr einkennum kvíða og þunglyndis

Fiskiolía getur hjálpað til við að draga úr einkennum þunglyndis. Sérstaklega fæðubótarefni sem eru rík af omega-3 fitusýrunni EPA.

10. Jákvæð áhrif á athyglisbrest og ofvirk börn

Hegðunarraskanir í börnum geta haft áhrif á lærdómsgetu og þroska. Það hefur verið sýnt fram á að fiskiolía geti hjálpað til við að draga úr ofvirkni, athyglisbresti og annars konar hegðunarmynstrum.

11. Komið í veg fyrir hrakandi geðheilsu aldraðra

Geðheilsunni á efri árum hrakar hægar hjá þeim sem borða meira af fiski. Ekki er á hreinu hvort fiskiolía geti komið í veg fyrir hnignun geðheilsu eða bætt hana hjá öldruðum.

12. Dregur úr astmaeinkennum og hættu á ofnæmi

Meiri neysla á fiski og fiskiolíu á meðgöngu getur dregið úr hættu á astma og ofnæmi hjá börnum.

13. Betri beinheilsa

Meiri inntaka á omega-3 tengist aukinni beinþéttni sem getur hjálpað til við að koma í veg fyrir beinsjúkdóma. Þó er óvíst hvort fæðubótarefni sem innihalda fiskiolíu séu gagnleg.

Fæðubótarefni sem innihalda fiskiolíu

Lestu leiðbeiningarnar á pakkningunni áður en þú notar vöruna. Veldu fæðubótarefni sem er gæðavottað og inniheldur hátt hlutfall af EPA og DHA.

Að lokum

Omega-3 fitusýrur stuðla að eðlilegum heila- og augnþroska. Fitusýrurnar vinna á bólgum og geta hjálpað til við að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og hnignun á heilastarfsemi.

Gakktu úr skugga um að fæðubótarefnið sé gæðavottað og frá traustum framleiðanda og innihaldi hátt hlutfall af EPA og DHA.

Að borða venjulega fæðu er næstum alltaf betra en að taka inn fæðubótarefni. Tveir skammtar af feitum fiski á viku ætti að duga til að uppfylla þörf líkamans fyrir omega-3 fitusýrum.

Ef þú borðar ekki nógu mikið af feitum fiski, þá getur reynst gott fyrir þig að taka inn fæðubótarefni til að fá omega-3 skammtinn sem líkaminn þarfnast.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.