Kókosolía er ótrúlega vinsæl og ekki af ástæðulausu.

Hún er góð fyrir heilsuna, bragðmild og fæst víða.

Hægt er að nota og neyta hennar á marga vegu  og þú hefur líklega ekki heyrt af þeim öllum.

Hér er 31 frábær leið til að nota kókosolíu.

1. Sólarvörn

Kókosolía getur verndað húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar sem geta valdið hrukkum, sólarblettum og aukið hættuna á húðkrabbameini.

Hafðu þó í huga að hún veitir ekki eins góða vörn og venjuleg sólarvörn.

2. Eykur efnaskiptahraða

Kókosolía inniheldur meðallöng þríglýseríð (MCT). Þetta eru fitusýrur sem geta hraðað brennslu líkamans.

3. Kókosolía er hitaþolin

Kókosolía inniheldur hátt hlutfall af mettaðri fitu og hentar hún því vel til steikingar.

Mettuð fita heldur byggingu sinni við hátt hitastig, ólíkt fjölómettuðu fitusýrunum sem finnast í grænmetisolíum.

Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af mettuðu fitunni í kókosolíu. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að þær tengjast ekki hættu á hjartasjúkdómum.

4. Tannheilsa

Kókosolía getur verið öflug vörn gegn bakteríum á borð við Streptococcus mutans sem veldur tannskemmdum.

5. Húðerting og exem

Rannsóknir hafa leitt í ljós að kókosolía dregur úr húðbólgum og öðrum húðkvillum álíka vel og hefðbundin krem.

6. Bætt heilastarfsemi

Lifrin umbreytir meðallöngu þríglýseríðunum úr kókosolíunni í ketóna. Heilinn getur nýtt ketóna sem orkugjafa.

7. Heimagert majónes

Majónes inniheldur oft sojaolíu, viðbættan sykur og aðrar óhollar afurðir.

Þú getur auðveldlega búið til þitt eigið majónes úr mun hollari afurðum á borð við kókosolíu eða ólífuolíu.

8. Rakakrem fyrir húðina

Kókosolía er frábært rakakrem fyrir fótleggi, handleggi og olnboga.

Þú getur líka borið hana á andlitið, en þó er ekki mælt með því fyrir þá sem eru með feita húð.

Einnig er hægt að bera kókosolíu á sprungna húð.

9. Vörn gegn sýkingum

Kókosolía hefur öfluga bakteríudrepandi eiginleika sem geta gagnast gegn sýkingum.

10. Eykur gildi HDL-kólesteróls

Hjá sumum hækkar kókosolía kólestergildið. Það á helst við um aukningu á HDL-kólesteróli sem er einnig þekkt sem „góða kólesterólið“.

11. Linar óþægindi vegna skordýrabita

Bólgueyðandi áhrif kókosolíu getur dregið úr verkjum og kláða vegna skordýrabita. Hún getur líka dregið úr þrútnun og minnkað líkurnar á sýkingu.

12. Búðu til dökkt súkkulaði án sykurs

Heimagert dökkt súkkulaði er ljúffeng leið til að njóta heilsubætandi áhrifa kókosólíu.

Mundu bara eftir því að geyma súkkulaðið í ísskáp eða frysti því olían bráðnar við 24°C.

13. Dregur úr magafitu

Kókosolía getur hjálpað til við að draga úr magafitu, einnig þekkt sem innri fita, sem tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum og sykursýki 2.

14. Verndar hárið

Kókosolía getur hjálpað þér að halda hárinu heilbrigðu.

Olían getur dregið umtalsvert úr próteintapi úr hárinu ef henni er bætt við fyrir eða eftir hárþvott.

15. Ungbarnanudd

Það hefur komið í ljós að nudda ungbörn með olíu stuðlar að eðlilegri þyngd og vexti.

16. Dregur úr hungri og neyslu á mat

Meðallöngu þríglýseríðin í kókosolíu geta hjálpað til við að draga úr hungri sem leiðir þá til minni neyslu á hitaeiningum.

17. Betri græðsla á sárum

Í einni rannsókn á rottum kom fram að sár sem voru meðhöndluð með kókosolíu gréru hraðar.

18. Betri beinheilsa

Niðurstöður dýrarannsókna gefa í skyn að andoxunarefni í kókosolíu geti stuðlað að betri beinheilsu með því að hlutleysa stakeindir sem geta verið skaðlegar beinfrumum.

19. Búðu til skaðlausa skordýrafælu

Sumar olíur geta haldið skordýrum og flugum frá og komið í veg fyrir bit og stungur.

20. Vörn gegn sveppasýkingu

Candida albicans veldur sveppasýkingu sem er algeng á heitum og rökum svæðum líkamans, til dæmis í munni og leggöngum.

Rannsóknir benda til þess að kókosolía geti hjálpað til í baráttunni gegn sveppasýkingum.

21. Fjarlægir bletti

Hægt er að nota kókosolíu til að fjarlægja bletti til dæmis úr teppinu eða af húsgögnum.

Blandaðu saman kókosolíu og matarsóda í jöfnum hlutföllum og makaðu blöndunni á blettinn. Bíddu í fímm mínútur áður en þú fjarlægir hana.

22. Bólgueyðandi

Ýmsar rannsóknir sýna að neysla á kókosolíu geti haft öflug bólgueyðandi áhrif í för með sér.

23. Náttúrulegur lyktareyðir

Sviti er lyktarlaus, en bakteríur á húðinni geta framleitt óæskilega lykt.

Öflugir bakteríudrepandi eiginleikar kókosolíu gerir hana að náttúrulegum lyktareyði.

24. Góður orkugjafi

Kókosolía inniheldur fitu sem kallast meðallöng þríglýseríð. Þau eru melt á annan hátt en löng þríglýseríð sem finnast í flestri fæðu.

Meðallöngu þríglýseríðin fara beint til lifrarinnar þar sem þau nýtast sem orka sem hækkar ekki magn blóðsykurs.

25. Gerir við illa farin naglabönd

Hægt er að nota kókosolíu til að laga naglabönd.

Nuddaðu einfaldlega litlu magni af kókosolíu á naglaböndin. Endurtaktu þetta nokkra daga í viku fyrir sem bestan árangur.

26. Dregur úr einkennum liðagigtar

Dýrarannsóknir benda til þess að fjölfenólar sem finnast í kókosolíu geti hjálpað til við að draga úr einkennum liðagigtar.

27. Gefðu húsgögnunum smá glans

Kókosolía getur gefið viðarhúsgögnum gljáa og svo virðist hún líka vera góð rykvörn.

28. Fjarlægir augnfarða

Kókosolía er góð og áhrifarík leið til að fjarlægja augnfarða.

Blandaðu kókosolíu í bómul og strjúktu varlega yfir svæðið þangað til farðinn er horfinn.

29. Góð fyrir lifrina

Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að mettaða fitan í kókosolíu geti hjálpað til við að vernda lifrina frá skemmdum vegna áfengis eða annars konar eiturefna.

30. Græðir sprungnar varir

Kókosolía virkar sem náttúrulegur varasalvi.

Það er auðveldlega hægt að maka olíunni á varirnar og hún heldur þeim rökum klukkutímum saman og virkar meira að segja sem sólarvörn.

31. Heimagerð salatdressing

Salatdressingar innihalda oft mikið af sykri og rotvarnarefnum.

Hægt er að búa til dressingu úr kókosolíu sem bragðast vel og er næringarrík.

Að lokum

Kókosolía býr yfir ýmsum heilsueflandi eiginleikum. Einnig er hún gagnleg á margan annan hátt sem þú hefur kannski aldrei heyrt um áður.

Passaðu upp á að hafa alltaf nóg af kókosolíu við höndina, því þú veist aldrei hvenær hún gæti komið að gagni.
Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.