Bólgur geta komið fram sem svörun við áverkum, veikindum og streitu.

Bólgur geta komið fram sem svörun við áverkum, veikindum eða streitu.

En bólgur geta einnig komið fram vegna neyslu á óhollum mat og slæmum lifnaðarháttum.

Bólgueyðandi fæða, hreyfing, góður svefn og streitustjórnun geta hjálpað.

Stundum getur verið gagnlegt að fá auka hjálp með neyslu á fæðubótarefnum.

Hér eru 6 fæðubótarefni sem rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi bólgueyðandi eiginleika.

1. Alfa-lípósýra

Alfa-lípósýra er bólgueyðandi andoxunarefni og getur dregið úr einkennum ýmissa sjúkdóma.

2. Kúrkúmín

Kúrkúmín er kröftugt bólgueyðandi fæðubótarefni sem dregur úr bólgum sem tengjast hinum ýmsu sjúkdómum.

3. Fiskiolía

Fiskiolíur sem innihalda omega-3 fitusýrur geta dregið úr bólgum ýmissa sjúkdóma og kvilla.

4. Engifer

Það hefur verið sýnt fram á að engifer dregur úr bólgum ásamt vöðvaverkjum og harðsperrum eftir æfingu.

5. Resveratról

Resveratról er andoxunarefni sem getur hugsanlega dregið úr ýmsum bólgum og haft önnur jákvæð heilsuáhrif í för með sér. Það finnst í vínberjum, bláberjum og öðrum ávöxtum sem eru fjólubláir að lit. Einnig finnst það í rauðvíni og jarðhnetum.

6. Spírulína

Spírulína inniheldur andoxandi efni sem getur dregið úr bólgum og hefur hugsanlega jákvæð áhrif á einkenni ýmissa sjúkdóma.

Sýndu klókindi þegar kemur að fæðubótarefnum

Þegar þú kaupir fæðubótarefni, þá er mikilvægt að:

• kaupa þau af virtum framleiðanda.
• að fylgja leiðbeiningum um skammtastærðir.
• að hafa fyrst samband við lækni ef þú átt við heilsufarsvandamál að stríða eða tekur inn lyf.

Fæðubótarefni geta oft hjálpað til við að koma aftur á jafnvægi í tilfellum langvinnrar og skæðrar bólgu.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.