Gúrka er almennt talin vera grænmeti en er í raun ávöxtur.
Hún inniheldur ýmis næringarefni ásamt plöntusameindum og andoxunarefnum sem geta hjálpað til í baráttunni við ýmsa kvilla og jafnvel komið í veg fyrir þá.
Gúrkur eru líka hitaeiningasnauðar og innihalda mikið vatn og vatnsleysanlega trefjar sem gerir þær ákjósanlegar bæði sem uppsprettu vökva og til að stuðla að þyngdartapi.

Hér er minnst á nokkur heilsusamleg áhrif þess að borða gúrkur.

1. Gúrkur eru næringarríkar

Þær innihalda fáar hitaeiningar en mikið af vatni og ýmsum mikilvægum vítamínum og steinefnum. Að borða gúrku með hýðinu gefur bestu næringuna.

2. Gúrkur innihalda andoxunarefni


Þær innihalda andoxunarefni á borð við flavóníða og tannín sem koma í veg fyrir uppsöfnun á skaðlegum stakeindum og þær geta dregið úr hættu á langvinnum sjúkdómum.

3. Gúrkur eru vatnsmiklar

Þær eru um 96% vatn, sem hjálpað þér að mæta daglegri vökvaþörf.

4. Gúrkur geta hjálpað þér að léttast

Þær innihalda fáar hitaeiningar en mikið af vatni og því hægt að nota þér sem hitaeiningasnautt viðbit með ýmsum máltíðum.

5. Gúrkur geta stuðlað að lægra kólesteróli

Þær innihalda plöntusteról og pektín. Rannsóknir hafa sýnt það að þessi efnasambönd geti hugsanlega dregið úr magni kólesteróls í blóði.

6. Gúrkur geta lækkað blóðsykurinn

Rannsóknir hafa sýnt það að gúrkur geti stuðlað að lægri blóðsykri og komið í veg fyrir fylgikvilla sem tengjast sykursýki. Þó er þörf á frekari rannsóknum.

7. Gúrkur geta haft jákvæð áhrif á meltinguna

Þær eru trefja- og vatnsríkar, sem eru tveir þættir sem geta hugsanlega komið í veg fyrir harðlífi og stuðlað að reglulegri hægðum.

Hvernig bætir maður gúrkum við mataræðið?

Hægt er að fá sér ferskar og súrar gúrkur og borða þær sem hitaeiningasnautt snarl eða nota þær til að bragðbæta ýmiss konar máltíðir.

Að lokum

Gúrkur eru ferskar og næringarríkar og frábær viðbót við mataræðið.
Þær eru hitaeiningasnauðar, vatnsríkar og innihalda mikilvæg vítamín og steinefni.
Að bæta gúrkum við mataræðið getur haft í för með sér ýmis jákvæð heilsusamleg áhrif á borð við þyngdartap, komið í veg fyrir ofþornun, komið lagi á meltinguna og lækkað magn kólesteróls og sykurs í blóði.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.