Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti dvelur til skiptis á Íslandi og í Danmörku og hélt nýverið upp á 60 ára afmælið sitt í Kaupmannahöfn og var geislandi glöð með daginn!

Þorbjörg hugsar vel um heilsuna og það sem hún borðar og minnir okkur á að eftir því sem við eldumst er miklvægt að borða fæðu sem styður og styrkir og hjálpar að viðhalda góðri starfsorku jafnt sem lífsorku. Hún hefur um árabil haldið vinsæl námskeið og fer af stað nú í haust með KetoFlex námskeiðin sín sem hafa fengið frábærar viðtökur og eru sótt af fólki á öllum aldri. Sjá meira hér https://ketoflex.is/

Hún deilir hér með okkur uppskrift sem hentar þeim sem vilja spara inntöku kolvetna.

Chia Trít fyrir lágkolvetna fólkið!

Lágkolvetna chia og rabbabara “grautur” Þorbjargar

Grunnur að Chiagraut.

Chia fræ eru næringarrík og innihalda bæði prótein og omega 3 fitusýrur. Rabbara þekkjum við öll en hann er afar trefjaríkur og inniheldur lítið af kolvetnum. Hann er þess vegna lágkolvetna- og ketóvænn og á mínum lista. Rjóminn er góður og hollur og ein af mínum topp fjórum uppáhalds fitu. Ég nota náttúrulegt erytritol og stevíu og vanillu duft sem sætuefni.

4 mtsk chia fræ sett í bleyti í 2dl vatn og hnífsodd salt. Hræra vel saman nokkrum sinnum fyrstu 20 mín og hvílir svo í nokkrar klst. eða þegar chia fræin eru mettuð af vatninu og er eins og þykkur grautur.

Rabbabara “grautur”

400gr rabbabari, þveginn, snyrtur og skorinn í bita

100g Sukrin sætuefni ( fæst í flestum verslunum)

5 dropar vanillu stevia

100g vatn

Valfrítt: ½ tsk rifin múskat hneta

Geymist í max 2 vikur í ísskáp.

Allt sett í pott og sjóða í 10 mín eftir að suðan kemur upp og kæla. Varast að hræra alt of mikið í pottinum.

Þeyta rjóma. Gott að blanda við hnífsodd af vanillu dufti ( ekki sykur).

Hugmynd að framreiðslu

Einn skammt er hægt að setja í litla krukku. En hlutfallið er ca 5 -6 mtsk chiagrautur og 50ml þeyttur rjómi sem er blandað saman og verður chia búðingur.

Setja fyrst þykkan skammt af Chiabúðing og þunnt lag af köldum rabbabara graut ofan á og smá gróft hakkað eða rifið 85% -92% dökkt súkkulaði á og endurtaka svo lagskiptinguna.

Ef þið eruð fleiri er hægt að gera stærri skammt og hafa í fallegri skál og bjóða upp á sem eftirrétt í matarboðinu… eða afmælisveislunni!

Kynntu þér spennandi námskeið Þorbjargar sem hefjast nú í haust – allar nánari upplýsingar hér: https://ketoflex.is

Þessi færsla er birt í samstarfi við Ketoflex.is