1 stórt eggaldin, skorið í munnbita baka í ofni eða steikja á pönnu þar til að þau verða lúnamjúk.

500ml hrein jógúrt

3 tsk salt

50 ml olía

1  stk  laukur saxaður í sneiðar.

4 hvítlaukrif, marin og söxuð

1 tsk kardimommuduft

2 tsk fennelduft

3 tsk engiferduft

3 tsk turmerik

2 tsk chiliduft

Skera eggaldinið í sneiðar . Setja smjörpappíír í ofnskúffuna og dreifa grænmetinu, Strá yfir það vel af ólífuolíu Og 1 ½ tsk salti. Setja inn í heitan ofninn 190°C og baka í ca 15-20 min

Hitaðu olíu á góðri pönnu, settu hvítlaukinn og laukinn saman við . Þegar laukurinn er orðin safaríkur og mjúkur þá að setja kryddinn út í  . Hræra vel. Helltu jógúrti saman við og haltu áfram að hræra. Lækka undir.  Nú er tími til að setja grænmetið saman við og láta malla í 5-10 mín. Smakkið sósuna til .

Bera fram með hrísgrjónum og djúsi salati.  Það er svakalega gott að saxa ferska myntu og setja yfir réttinn.

 

Og fleira frá Helgu því nú fást víða frábærir, handhægir, hollir og góðir tilbúnir réttir úr Eldhúsi Helgu Mogensen.

Nánari upplýsingar á:  https://www.facebook.com/ureldhusihelgumog/?fref=ts