Ellý Ármanns er dugnaðarforkur sem málar magnaðar myndir á milli þess sem hún heldur líkamsræktarnámskeið og gerir allskonar skemmtilegt. Hún hugar að heilsunni og velur vandlega hvað hún lætur inn fyrir sínar varir. Hér deilir hún með okkur uppáhaldsdrykkjunum sínum, Lovedrykkjunum, sem fást í Heilsuhúsinu, Hagkaup, Fjarðarkaupum, Melabúðinni, í fjölmörgum apótekum og heilsuverslunum.

DetoxLove

“Líkaminn minn er musteri. Ég er það sem ég borða. Ég borða ekki unninn mat, skyndifæði fer ekki inn fyrir mínar varir. Ég er dugleg að hreyfa mig og leyfi mér að borða mat sem lætur mér líða vel. Góð heilsa og vellíðan er mér mikilvæg því ég vil upplifa góðan seinni hálfleik í þessu lífi. Þess vegna elska ég Lovedrykkina og DetoxLove drykkurinn er í uppáhaldi hjá mér. Ástæðan er bragðið og hvað hann er hollur… lífrænt engifer, túrmerik og ananas! Hann er lífrænn og 100% náttúrulegur eins og þeir allir. Þegar ég er að mála myndirnar mínar finnst mér frábært að hafa hann við höndina og blanda í stóra flösku af vatni og dreypa svo á til að halda blóðsykrinum í jafnvægi því hann inniheldur náttúrulegan sykur ávaxtanna sem eru í honum og slær þannig líka á svengd og dregur úr nartþörf.  DetoxLove er svo ótrúlega frískandi og bragðgóður og af því að Lovedrykkirnir eru í duftformi, og koma í þægilegum skammtabréfum til að blanda í vatn, er ég alltaf með hann með mér til að grípa til, alltaf, því þegar þú finnur eitthvað sem er svona ómótstæðilega bragðgott og þú finnur hvað það gerir þér gott þá viltu auðvitað halda áfram að njóta… Svo finnst mér hann fullur af ást – eins og ég!

GingerLove

Lífræni GingerLove drykkurinn er bragðmikill og áhrifaríkur og nafnið er svo sannarlega réttnefni enda engiferið afgerandi með sæta góða appelsínu- og sítrónubragðinu. Ég elska þennan ferska lífræna engiferdrykk sem ég blanda oft ískalt vatn með helling af klökum. Þið ættuð að prófa! Það er best að blanda duftinu fyrst í svolítið vatn, hræra vel og fylla svo alveg glasið og hræra aftur svo allt leysist vel upp.  Máttur engifersins er mikill og mér finnst ég finna mun í líkamanum bæði þegar kemur að hreysti og styrk.  Skotheldur ástardrykkur sem ég trúi svo innilega á og líður svo vel af. Hann er líka óviðjafnanlegur heitur, þá er eins og engiferið umfaðmi allan líkaman innanfrá og hlýjan streymir um.  Þegar er blautt, rakt eða kalt er notalegur heitur bolli af GingerLove hreinlega eins og að dreypa á sólinni sjálfri.  GingerLove er svo auðvitað tilvalinn fyrir þá sem vilja ef til vill minnka kaffineyslu, hvernig væri tli dæmis að prófa að skipta út eftirmiðdagsbollanum fyrir GingerLove?  

SleepyLove

Fyrir mig er svefn besta hugleiðslan. Ég fæ mér oft SleepyLove á kvöldin áður en ég fer að sofa. Blanda í heitt vatn og nýt þess staldra við, fara yfir daginn og halda utan um hlýjan bollann og anda að mér mjúkum engifer- og mangóilminum.  Þegar mikið er um að vera á hausinn það til að vera ósammála því að komið sé að hvíldartíma og heldur áfram að sortera og plana alveg sama þó sé löngu búið að leggja hann á koddann og bjóða góða nótt. Ég veit fátt betra til að takast á við hann í slíku ástandi  en SleepyLove kvölddrykkinn með Bach blómadropunum. Ótrúlega nærandi, róandi og gott.”

Fæst í Heilsuhúsinu, Hagkaup, Fjarðarkaupum, Melabúðinni, í fjölmörgum apótekum og hjá Kaju Akranesi.

Birt og unnið í samstarfi við ABEL heilsuvörur, umboðsaðila GingerLove, DetoxLove og SleepyLove á Íslandi.