Engifer og meira engifer! Mörgum finnst gott að dýfa piparkökum í heita drykki og við urðum auðvitað að prófa það líka með GingerLove og staðfestum að það smellpassar, enda engifer ríkjandi bæði í drykknum og í góðum piparkökum.

GingerLove, og Lovedrykkirnir allir, DetoxLove og SleepyLove, hafa notið vinsælda enda ótrúlega bragðgóðir og frískandi. Þeir eru frábærir á milli mála og innihalda engan viðbættan sykur eða sætuefni. Drykkirnir innihalda allir lífræn hráefni og nú á aðventunni njótum við þeirra heitra þó auðvitað megi einnig leysa þá upp í köldu vatni en þeir eru í duftformi og koma í handhægum skammtapakkningum sem smellpassa í vasa og veski.

 

 GingerLove

Appelsínur & Sítrónur

Appelsínan þarf ekki kynningar við.  Við drekkum appelsínusafa vegna þess að hann bragðast dásamlega og frískandi og hressandi.  Appelsínur eru góð uppspretta vítamína, sér í lagi C-vítamíns.  Þær eru bragðgóðar og góðar fyrir okkur.   Sítrónur eru örlítið súrari en appelsínur, og einnig ríkar af C-vítamíni og þær gefa frábært og frískandi bragð sem á stóran þátt í að fullkomna þennan bragðgóða og hlýja drykk, GingerLove.
 

Engifer

Engifer bragðast dásamlega. Það hefur skarpt bragð sem fer vel með margskonar mat og engiferrótin hefur verið ræktuð í þúsundir ára.

Engifer er þekkt fyrir einstaka eiginleika sína sem hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar. GingerLove inniheldur engiferextrakt sem leysist upp í vatni og á því greiða leið í líkama okkar með sinni einstöku hlýju og ró sem jafnframt hressir og styrkir þegar við þörfnumst þess. Þar sem öll innihaldsefni  okkar blandast vatni verður ekkert eftir í bollanum þínum.  Þess vegna er mikilvægt að bera GingerLove ekki saman við aðra drykki sem innihalda engifer svo sem ýmis te þar sem eingöngu lítill hluti nýtist okkur en annað verður eftir í tepokanum sjálfum eða í bollanum okkar.  Þarna er stór munur á og þið finnið það á svo sannarlega bragðinu og svo í kroppnum…

Þú færð lífrænu Love-drykkina, GingerLove, DetoxLove og SleepyLove í fjölmörgum apótekum og heilsuverslunum um land allt, í Melabúðinni, Hagkaup og Fjarðarkaupum. 
 


 

Unnið og birt í samstarfi við ABEL heilsuvörur, umboðsaðila GingerLove á Íslandi.