Þorbjörgu Hafsteinsdóttur þekkja fjölmargir enda hefur hún leiðbeint landanum þegar kemur að hollustu og heilsu í fjöldamörg ár.  Hún kynnir nú nýtt og spennandi námskeið sem hefst í janúar.

“Hvort sem markmiðið er að losa þig við þrjóska magafitu og aðra umfram fitu og styrkja vöðvamassan eða vinna á bólgum og verkjum eða vekja heilann og endurheimta fókus og minni eða yngja upp og endurnýja allar frumur, þá kemstu varla hjá því, að fá allt þetta og meira til á námskeiðinu Ketó Kostur Tobbu næringarþerapista. Allt það, sem þú ætlar þér á nýju ári, mun ganga svo miklu betur og vera miklu skemmtilegra að vinna í, þegar þú ert komin í þitt kjarna form!”  – segir Þorbjörg aðspurð um hvað námskeiðið fjallar um.

Námskeiðið hefst 8. janúar og spannar alls fimm vikur. Þrjár mætingar og 5 vikur í aðhaldi í lokuðu Ketó Forum allan tíman.

Áhugi á Ketó mataræðinu, eða Ketogenic Diet hefur aukist verulega síðustu árin og nú ætlar Þorbjörg að gefa þér tækifæri til að máta og athuga hvort það hentar þér. Skýringin á vinsældum Ketó mataræðis er fyrst og fremst verurlega jákvæður árangur í þyngdartapi, og sérlega fyrir þá, sem eiga erfitt með að grennast á hefðbundinn hátt með takmörkun hitaeininga og aukinni hreyfingu. Það er ekki hægt að skilgreina Ketó mataræðið sem lághitaeininga fæði, því meginn partur af næringu er frá fitu og minnst er frá kolvetnum. Bæði er nauðsynlegt til að  “þröngva” líkamann til að breyta um orkugjafa. Venjulega brennir hann glúkósa en á góðu ketó fæði brennir hann ketónum frá fitu.

Hvaða fitu? Jú fitunni sem þú borðar en aðallega er ætlunin að brenna þína eigin líkamsfitu! Þessari þrjósku fitu þú veist: um þig miðja, á bakinu og á maganum, sem þú ert svo þreytt(ur) á. Heilsunnar vegna, þá viltu losa þig við hana. Þarna eru upptök á m.a. sykursýki 2, ójafnvægi á blóðsykri, hormónum, blóðþrýstingi og kolesteróli og framleiðsla á bólgum. Á Keto Kosti Tobbu býst tækifæri til að endurnýta orkugjafa með því að brenna þína eigin fitu og stöðuhækka þig verulega heilsunni og þar að auki færðu ljómandi fallega húð og útlit.

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér! 

Smelltu hér til að lesa meira!