Möndlumjöl er vinsæll valkostur í stað hefðbundins hveitimjöls. Það er kolvetnalítið, stútfullt af næringarefnum og hefur örlítið sætari keim.

Möndlumjöl hefur hugsanlega fleiri jákvæð áhrif á heilsuna í samanburði við hveitimjöl, t.d. dregur það úr „slæmu“ LDL-kólesteróli og þoli gegn insúlíni.

Hér er lauslega minnst á jákvæð heilsuáhrif möndlumjöls og hvort það sé betri valkostur en aðrar mjöltegundir.

Hvað er möndlumjöl?

Möndlumjöl er gert úr afhýddum möndlum sem eru muldar og sigtaðar svo úr verði fínt mjöl.

Möndlumjöl er einstaklega næringarríkt

Möndlumjöl er sérstaklega ríkt af E-vítamíni og magnesíum, sem eru bæði mikilvæg næringarefni fyrir heilsuna. Það er einnig ríkt af trefjum, mangani, kopar og fosfór.

Möndlumjöl er betra fyrir blóðsykurinn


Möndlumjöl er hugsanlega betra fyrir blóðsykurinn heldur en hefðbundið hveitimjöl því það hefur lágan sykurstuðul og er ríkt af magnesíum.

Möndlumjöl er glútenlaust

Möndlumjöl er án glútens frá náttúrunnar hendi, sem gerir það að frábærum valkosti í stað hveitimjöls fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir því.

Möndlumjöl getur hugsanlega dregið úr LDL-kólesteróli og lækkað blóðþrýsting


Næringarefni í möndlumjöli geta hugsanlega hjálpað til við að draga úr LDL-kólesteróli og lækkað blóðþrýsting. Niðurstöður rannsókna eru ekki á einu máli og því þarf frekari rannsókna við áður en hægt er að fullyrða nokkuð.

Hvernig á að nota möndlumjöl við bakstur og matargerð

Hægt er að skipta út hveitmjöli fyrir möndlumjöl í jöfnum hlutföllum. Matvæli sem eru bökuð með möndlumjöli eru þéttari í sér í samanburði við hveitimjölið vegna þess að það er ekkert glúten í möndlum.

Hvernig er möndlumjölið í samanburði við aðrar mjöltegundir?


Möndlumjöl inniheldur minna af kolvetnum og meira af næringarefnum í samanburði við algenga valkosti á borð við hveiti- og kókosmjöl. Einnig er minna af phytic-sýru í möndlumjöli sem þýðir það að líkaminn nær að taka upp meira af næringarefnum.

Að lokum

Möndlumjöl er frábær valkostur í stað hveitimjöls.

Það er einstaklega næringarríkt og virðist hafa ýmis jákvæð áhrif á heilsuna, þ.á.m. minni hættu á hjartasjúkdómum og betri stjórnun á blóðsykri.

Möndlumjöl er líka laust við glúten sem gerir það að mjög góðum valkosti fyrir þá sem eru viðkvæmir fyrir glúteni.

Ef þú ert að leita að næringarríku og kolvetnalágu mjöli, þá er möndlumjöl frábær valmöguleiki.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.