Það er margt sem mér finnst ægilega skringilegt hér í Bretlandi. Mörgu er ég orðin vön, en annað fer enn í taugarnar á mér. Ég á t.d enn alveg svakalega erfitt með að fara í sund hérna þar eð (skítugir) Bretar sjá ekki ástæðu til að skrúbba sig áður en haldið er ofan í laug. Þar er allir með þurrt hárið og hafa jafnvel farið í sundbolinn heima og eru bara í honum undir fötunum þangað til í vatnið er komið. Hræðilegt. Óþarfi er að tala um gólfteppi út um allt, baðherbergi og eldhús meðtalið og áráttu þeirra til að setja edik á franskar. Eitt sem ég man sérlega eftir að hafa farið í pirrurnar á mér er eitthvað sem þeir kalla washing bowl. Þetta er lítið plastfat sem er sett ofan í eldhúsvaskinn og heitt vatn er sett í fatið til að vaska upp frekar en að setja bara vatn í vaskinn og tappann í. Fyrir utan að skapa minna pláss þá fannst mér þetta vera enn eitt bakteríusöfnunin, undir plastskálinni safnast alltaf einhver slikja af drullu og þarf reglulega að vaska upp vaskaskálina. Öll heimili sem ég hef komið inn á hér eru með svona og ég þurfði að díla við þetta sjálf  í staffa eldhúsinu í Dollond & Aitchison. Það segir því víst mikið um hvað mér finnast hlutir æðslegir þegar við vorum i Pedlars um daginn að skoða að ég sá þar hlut sem mig langaði í. Jú, það er til washing bowl sem er svo smart hönnun að mig dauðlangaði í. Það er ekki alveg í lagi með mig. Þannig að annaðhvort er kominn tími til að ég flytji heim áður en ég breytist í Breta eða ég þarf eitthvað að fara að skoða “langar í allt!” syndrómið sem ég greinilega þjáist af.

Þessi færsla birtist fyrst hér þann 8. september 2010

http://salvelinus.blogspot.is/2010/09/