• Án glútens
  • Án sykurs
  • Hægt að gera án mjólkur – sjá neðar…

Passar vel við grænt salat sem meðlæti með kjöt- eða fiskrétti.

Fyrir fjóra – sem meðlæti

8 paprikur

4 dl brún hrísgrjón (lögð í bleyti ásamt smá sítrónusafa yfir nótt)

1 rifinn laukur

1 skræld og rifin rauðrófa

100 g furuhnetur – þurrristaðar á pönnu

100 g möndlur

100 g valhnetur

2 tsk. mulinn kóríander

1 búnt saxaður, ferskur kóríander

1 pakkning af geitafetaosti ef þú ert ekki með mjólkuróþol. Annars er hægt að skipta honum út fyrir 3 egg og 4 dropa af fiskisósu án glútens og E-númera.

1/2 dl ólífuolía

Salt og pipar

Leiðbeiningar

Sjóðið hrísgrjónin. Ef þau hafa legið í bleyti yfir nótt, þá þarf aðeins að sjóða þau helminginn af tímanum sem gefinn er upp á pakkningunni.

Myljið niður geitafetaostinn.

Blandið saman hrísgrjónum, olíu, lauk, rifinni rauðrófu, hnetum, kryddum og að lokum geitafetaosti (eða eggjum og fiskisósu í staðinn) og salti og pipar.

Skolið paprikurnar, skerið lítið lok af toppnum, fjarlægið kjarnann og fyllið þær af blöndunni.

Setjið paprikurnar á bökunarpappír og inn í forhitaðan ofn við 180°C í 20-30 mínútur.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/fyldte_peberfrugter/frokost