Þegar J.K Rowling er fengin til að halda ræðu, þá má alltaf búast við að upplifa galdra. Konan er óumdeilanlega haldin hæfileikum á ritsviðinu, og tvinnar á undraverðan hátt saman falleg og hljómfögur orð svo úr verði setningar sem hvern mann langar að skrifa niður og hafa þar sem þær sjást á hverjum degi til innblásturs.

Þegar hún er fengin til að halda ræðu við útskrift í Harvard háskólanum í Bandaríkjunum hneppir hún áheyrendur sína einfaldlega í álög í þær 20 mínútur sem hún talar, eins og alla þá sem hlusta á ræðuna hennar á veraldarvefnum. Sú setning sem stendur uppúr í þessari ræðu er: “Some failure in life is inevitable. It is impossible to live without failing at something unless you life so cautiously that you might as well not have lived at all – in which case you fail by default”

J.K Rowling sýnir með þessari ræðu að hún er drottning hvatningarorðanna!

Ted – Original video