Um okkur

Heilsunetið er afþreyingar- og vörukynningavefur.  Á honum eru færslur á íslensku og einnig á ensku, að hluta.  Það er von okkar að þið hafið gaman af!

Það ætti að hafa hugfast að það er auðvelt að nálgast mikið af upplýsingum hvers konar á veraldarvefnum.  Þar er ekki síst mikið af upplýsingum sem varða heilsu og hollustu að finna og við munum leitast við að deila með ykkur brotabrotabroti af því sem okkur finnst markvert, sniðugt og/eða skemmtilegt á þessari síðu sem og kynna vörur og atburði sem okkur þykja áhugaverðir. Við vonumst til að almenn skynsemi og gagnrýnin hugsun leiði okkur áfram um vegi alnetsins og það er okkar skoðun að ætíð skuli hafa í huga að leita ráðlegginga hjá fagfólki þegar kemur að því sem snýr að heilsu og sjúkdómum, ef þurfa þykir, en hlúa jafnframt að heilbrigði okkar með hollustu og góðum lifnaðarháttum til að styrkja og styðja líkama og sál.

Við leyfum okkur að nefna eftirfarandi: Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu sérstaklega að hafa í huga að ráðfæra sig við fagfólk áður en náttúruefna og/eða náttúruvara er neytt, svo á einnig við um þá sem nota þurfa lyf.  Það sem er birt á Heilsunetinu er ekki ætlað að koma í stað ráðgjafar lækna, heilbrigðisstarfsfólks eða annarra þar til bærra aðila.

Vert er að taka fram til að gæta gegnsæis að Heilsunetið á meðal annars í góðu samstarfi við ABEL heilsuvörur sem birtir reglulega kynningar og auglýsingar á síðunni og er það tekið fram í hverri færslu þegar við á og sama á einnig við um kynningar á vörum eða starfsemi annarra fyrirtækja og félagasambanda.

Hafðu samband hér að neðan ef þú hefur áhuga á að auglýsa hjá okkur, kynna vöru eða starfsemi eða ert með frábæra hugmynd eða ábendingu handa okkur!