Yasemin Wilson heldur út skemmtilegu bloggi sem heitir Mother in London“.  Hún sækir sér orku í GingerLove og hvíld í SleepyLove lífrænu heitu ávaxtadrykkina sem fást í heilsuverslunum og fjölmörgum apótekum um land allt. Hér á eftir fer lausleg þýðing á færslu sem hún birti um þessa dásamlegu drykki.

“Ég er það gæfusöm að geta sagt að ég þjáist ekki af svefnleysi. Þó hef ég upplifað nokkrar andvökunætur þar sem ég bylti mér um og reyni hvað ég get að festa svefn án árangurs.

Ég á vini og ættingja sem þjást af svefnleysi og þá er helsta lausnin sú að teygja sig í svefnpillurnar. Það er alveg sama hversu „náttúrulegar“ pillurnar eru, þær eru samt pillur í mínum huga. Og ég hef alltaf leitast eftir því að finna aðra valkosti heldur en að taka inn lyf í alls kyns formum.

GingerLove drykkurinn er himnesk blanda af sítrusávöxtum, engiferi og jurtum. Þetta er heitur, froðukenndur drykkur sem er koffínlaus! Hann kemur upprunalega frá Belgíu og er nú fáanlegur hér!

Þú getur keypt pakkningu sem inniheldur fimm skammta af ljúffengum GingerLove og útbúið heima hjá þér. Bættu bara við heitu eða köldu vatni og njóttu!

GingerLove, upprunalega frá veitingastaðnum Lombardia í Antwerpen, fékk heimsathygli árið 2006 fyrir einskæra tilviljun. Blaðamaður frá Wall Street Journal smakkaði drykkinn á meðan hann dvaldi í Antwerpen og fannst hann eiga heima á lista yfir markverða hluti í Belgíu. Skyndilega birtist GingerLove á meðal þekktra merkja á borð við Dries van Noten og Rubens og þá fór allt af stað.

Engiferdrykkurinn er hrein blanda af engifer, appelsínum og sítrónum og án sykurs og sætuefna. Þessi heiti lífræni og koffínlausi drykkur er frábær staðgengill fyrir annars konar te- og kaffidrykki.

Þetta er frábær morgundrykkur sem kemur þér í gang fyrir daginn sem framundan er. Fallegi froðutoppurinn fær þig til að falla í engiferstafi í hvert skipti sem þú bragðar á honum.

Eins og þið hafið séð frá myndunm mínum á Instagram og Facebook, þá eru foreldrar mínir í heimsókn. Og þau samþykktu að prófa GingerLove!

Um leið og þú bætir heitu vatni við duftið leysist það upp og úr verður töfrandi gullinn vökvi sem freyðir eins og cappuccino.

Gómsætur og hressandi!

Ég fékk mér engiferdrykkinn en foreldrar mínir prófuðu þann sem inniheldur mangó, Bach blómadropa og engifer, SleepyLove, sem er þekktur fyrir svæfandi áhrif.

Faðir minn vaknar alltaf upp á nóttunni, en eftir bolla af SleepyLove svaf hann heila nótt án þess að bæra á sér!”

Hægt er að nálgast upprunalegu greinina hér á ensku.

Love drykkirnir fást í Hagkaup, Fjarðarkaupum, Melabúðinni, Heilsuhúsinu og fjölmörgum apótekum.

Birt í samstarfi við ABEL Heilsuvörur, www.abelheilsuvorur.is