Það má segja að á hverjum degi treysti stór hluti jarðarbúa á koffín til að keyra sig í gang.

Koffín er náttúrulegt örvandi efni og eitt það mest notaða í heiminum.

Koffín er oft nefnt út af neikvæðum áhrifum þess á svefn og kvíða.

Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að það hefur einnig ýmis jákvæð áhrif á heilsuna.

Hér er minnst á nýjustu rannsóknir á koffíni og heilsuáhrif þess.

Hvað er koffín?

Koffín er náttúrulegt örvandi efni sem er notað alls staðar í heiminum. Flestir fá koffín úr kaffi, tei, gosdrykkjum, orkudrykkjum eða súkkulaði.

Hvernig virkar það?

Koffín virkar helst á heilann. Það örvar heilann með því að koma í veg fyrir áhrif taugaboðefnisins adenónsín.

Matur og drykkir sem innihalda koffín

Koffín er náttúrulegt efni sem finnst til að mynda í fræjum, hnetum og laufum ýmissa plantna. Koffín er unnið úr þessum náttúrulegu uppsprettum til að búa til afurðir á borð við kaffi, te gosdrykki, orkudrykki og súkkulaði.

Koffín getur bætt heilastarfsemina og komið manni í gott skap

Hófleg neysla á koffíni getur bætt skapið, dregið úr hættu á þunglyndi, örvað heilastarfsemina og hjálpað til við að koma í veg fyrir Alzheimer og Parkinsons.

Koffín getur örvað efnaskipti og hraðað þyngdartapi

Koffín getur hraðað efnaskiptum líkamans og stuðlað að þyngdartapi, en líklega eru þetta minniháttar breytingar til lengri tíma litið.

Koffín getur gefið þér aukakraft á æfingum

Hófleg neysla á koffíni klukkutíma fyrir æfingu getur hugsanlega gefið þér aukakraft svo þú fáir meira út úr æfingunni.

Er vörn gegn hjartasjúkdómum og sykursýki 2

Koffíndrykkir eins og kaffi og te geta hugsanlega dregið úr hættu á hjartasjúkdómum og sykursýki 2, en þó gæti það verið einstaklingsbundið.

Önnur jákvæð heilsuáhrif

Kaffidrykkja getur stuðlað að heilbrigðari lifur, húð og meltingarkerfi. Kaffi getur líka lengt lífið og hjálpað til við að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma.

Hættur og aukaverkanir

Fyrir suma getur neysla á koffíni leitt til aukaverkana á borð við kvíða, eirðarleysi og svefnleysi.

Ráðlagðir skammtar

200 mg af koffíni í hverjum skammti og allt upp í 400 mg á dag er almennt talið í lagi. Ófrískar konur ættu hins vegar að takmarka daglega neyslu við 200 mg eða minna.

Að lokum

Koffín er ekki eins óhollt og áður var talið.

Í reynd benda rannsóknir til þess að hið gagnstæða eigi við.

Þér er alveg óhætt að gæða þér á kaffi- eða tebolla yfir daginn og stuðla þar með að betri heilsu.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.