Hvítlaukur hefur verið notaður í aldanna rás bæði við matseld og í lækningaskyni.

Það hefur margvíslega heilsueflandi kosti að borða hvítlauk.

Þar á meðal er hann talinn draga úr hættu á hjartasjúkdómum, bæta andlega heilsu og styrkja ónæmiskerfið.

Hér er útskýrt hvernig hvítlaukur reynist einkar góður sem vörn gegn almennu kvefi og flensu.

Hvítlaukur getur styrkt ónæmiskerfið

Virka efnið allicin verður til þegar hvítlaukur er pressaður, tugginn eða skorinn niður. Þetta efnasamband er talið vera ástæða þess að hvítlaukur sé svona góður fyrir ónæmiskerfið.

Getur hvítlaukur komið í veg fyrir kvef og flensu?

Að borða hvítlauk með reglulegu millibili getur hjálpað til við að koma í veg fyrir kvef og flensu. Í veikindum getur neysla á hvítlauk dregið úr einkennum og stuðlað að skjótari bata.

Hvernig er hægt að hámarka heilsubætandi áhrif hvítlauks

Mikilvægt er að pressa, tyggja eða skera niður hvítlaukinn áður en hann er borðaður. Láttu hann standa í tíu mínútur áður en þú eldar hann.

Fæðubótarefni

Algeng fæðubótarefni sem innihalda hvítlauk eru til að mynda á duftformi, sem extrakt og olíur. Hvítlauks-extrakt er hugsanlega besta formið.

Hvað á að borða mikið af hvítlauk á dag?

Að borða 2-3 hvítlauksgeira á dag getur haft jákvæð heilsuáhrif í för með sér. Ýmis fæðubótarefni ráðleggja skammta á bilinu 600 til 1200 mg á dag.

Aðrar uppástungur til að styrkja ónæmiskerfið

Taktu inn probiotics og borðaðu hollan mat. Slepptu reykingum, drekktu áfengi í hófi og prófaðu sink fæðubótarefni. Það er mjög mikilvægt að borða hollt og lifa heilsusamlegum líferni til að halda ónæmiskerfinu á tánum.

Að lokum

Rannsóknir sýna að hvítlaukur getur hjálpað til í baráttunni gegn kvefi og flensu. Hann getur minnkað líkurnar á veikindum og hjálpað þér að ná skjótari bata.
Til að fá sem mest út úr hvítlauk er best að borða hann hráan eða nota hvítlauks-extrakt.
Hvítlaukur er ekki bara einstaklega hollur heldur bragðast hann líka vel.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.