Áhugi og þekking vísindasamfélagsins á þarmaflórunni hefur aukist mjög frá því sem áður var, ekki síst vegna þess að sýnt þykir að heilbrigði þarmaflórunnar getur skipt miklu máli fyrir heilsu fólks, jafnt líkamlega sem andlega. Þorbjörg Hafsteinsdóttir notar Probi  mjólkursýrugerla fyrir sig og sína.

Hippókrates sagði á sínum tíma: „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi,“ og þó svo hann hafi ef til vill ekki fengið þann hljómgrunn sem hann vonaðist eftir þá er margt sem bendir til þess að hann hafi haft á réttu að standa hvað þetta varðar, að einhverju leyti í það minnsta. Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi óþægindi tengd meltingu að etja þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og að sama skapi hversu mikill léttir það er þegar komist er fyrir slíkt ástand.

Hvað er mjólkursýrugerill?

FAO/WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) samþykkti árið 2002 að skilgreina mjólkursýrugerla (e. probiotics) sem „lifandi vistkerfi sem, miðað við að gefið sé í nægjanlegu magni, hefur heilsubætandi áhrif á þann sem neytir“.

Vistkerfi líkamans er bæði flókið og fjölbreytilegt og þarma­flóran magnað fyrirbæri. Lacto­bacillus gerlategundin tilheyrir hópi mjólkursýrugerla sem eiga það sameiginlegt að geta framleitt mjólkursýru. Gerlarnir eru mikilvægur hluti af örlífverum þarmanna en eru aftur á móti ekki allir eins. Til að mynda bindast þeir ólíkum viðtökum í þörmunum sem leiðir til ólíkra áhrifa á ónæmiskerfið, næringarupptöku, þarmaflóruna o.s.frv. og virkni þeirra getur verið býsna ólík, jafnvel innan tegundarinnar. Lacto­bacillus plantarum 299v tilheyrir þessum gerlahópi og býr yfir einkar áhugaverðum eiginleikum. Hann hefur sýnt sig virka vel gegn ýmsum óþægindum tengdum meltingu og hefur jákvæð áhrif á varnir líkamans.

Merkileg uppgötvun

Um miðjan áttunda áratuginn komust vísindamenn við Háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð að því að algengt var að finna mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum í heilbrigðum þörmum, en hann var mun sjaldnar að finna í sjúkum þörmum. Þetta kallaði á frekari rannsóknir og leiddi til uppgötvunar á mjólkursýrugerlinum Lactobacillus plantarum 299v, sem sýndi sig vera sérlega efnilegur sem hugsanlegt meðferðarform þar sem hann var einkar harðger og lifði af bæði gall- og magasýrur og ekki síst vegna þess að það var að finna í meltingarveginum öllum, allt frá munnholi og niður í ristil. Þessar merku niðurstöður leiddu til stofnunar fyrirtækisins Probi AB í Svíþjóð árið 1991.

Eru allir mjólkursýrugerlar eins?

Mjólkursýrugerlar eru eins ólíkir og þeir eru margir og með mismunandi virkni og til að mynda bindast þeir ólíkum viðtökum í þörmunum sem leiðir til ólíkra áhrifa á ónæmiskerfið, næringarupptöku, þarmaflóruna, o.s.frv.  Til að undirstrika fjölbreytileika og ólíka virkni mismunandi mjólkursýrugerla hefur stundum verið gripið til samlíkingarinnar um að Labrador-hundur og Chihuahua-hundur séu jú báðir af hundakyni en þó alls ekki eins, ekki frekar en að reiðhjól og Rolls Royce séu eins, þó sannarlega megi kalla hvort tveggja farartæki. 

 

Léleg melting er ekki eðlilegt ástand til langs tíma

Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi óþægindi tengd meltingu að etja þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og að sama skapi hversu mikill léttir það er þegar komist er fyrir slíkt ástand. 

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti notar Probi Mage mjólkursýrugerla fyrir sig og sína og hefur fjölmargar góðar reynslusögur frá fólki sem hefur notað vöruna. „Hér höfum við vöru sem gerðar hafa verið fjölmargar rannsóknir á. Rannsóknirnar spanna rúma tvo áratugi og sýna fram á gagnsemi gegn óþægindum tengdum meltingu auk þess að styrkja varnir líkamans. Sík einkenni og óþægindi geta verið virkilega hvimleið og leggjast misjafnlega á fólk. Sumir eiga það til að stíflast og þjást af hægðatregðu/harðlífi til lengri eða skemmri tíma á meðan aðrir upplifa lausar hægðir og jafnvel niðurgang og ólgu sem stundum gerir ekki boð á undan sér. Oftar en ekki fylgja alls kyns önnur ónot með sem sum okkar hafa átt við að stríða í áraraðir og líta jafnvel á sem eðlilegt ástand. Vindgangur er enn ein birtingarmynd þess að kannski sé ekki allt eins og best verður á kosið í meltingarveginum okkar og getur verið til marks um ójafnvægi í þarmaflórunni en þá kemur þessi magnaði mjólkursýrugerill að góðum notum,“ segir Þorbjörg.

„Sjálf hef ég ekki fundið betri vöru en Probi Mage í öll þau ár sem ég hef starfað sem næringarþerapisti, hvorki hér heima né erlendis, enda þekki ég vel hversu mikilvægt er að hlúa að meltingunni og þarmaflórunni fyrir heilsuna.  Ég ráðlegg jafnt karlmönnum og konum sem vilja bæta meltinguna að taka þá og nefni karlmennina sérstaklega því þeir eru ófáir sem ég þekki til sem hafa notað Probi Mage hylkin og hreinlega geta ekki án þeirra verið. Fjölmargar konur sem til mín leita lýsa einnig virkilega jákvæðri reynslu af notkun Probi Mage og líðanin er allt önnur og betri.“

Probi Mage hefur verið söluhæst í sínum flokki í Svíþjóð og fengið frábærar móttökur á Íslandi. 

 

 

Þú færð Probi Mage mjólkursýrugerla í apótekum, heilsuverslunum, Hagkaup, Heimkaup, Fjarðarkaup, Nettó og Melabúðinni.

Probi Mage er fæðubótarefni.  Neysla fæðubótarefna kemur þó ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamlegs lífernis.  Þessi kynning er unnin og birt í samstarfi við ABEL heilsuvörur, umboðsaðila Probi mjólkursýrugerla á Íslandi.