• Án mjólkur – ef notaður er sojarjómi
  • Án glútens
  • Án sykurs

Jóladesert (hentar líka allt árið um kring) með próteinríku kínóa sem hefur minni áhrif á blóðsykurinn en hvítu grautargrjónin. Og sæt jarðarberjasósa er annar valkostur í stað sætu kirsuberjasósunnar sem inniheldur tonn af sykri!

Fyrir fjóra

2 dl kínóagrjón

1 lítri möndlumjólk með agavesírópi

1 vanillustöng

4 dl þeyttur rjómi – má nota sojarjóma í staðinn

100 gr. möndluflögur

Smá salt

2 msk. Birkesød eða annað sætuefni

Daginn áður: Skolið kínóagrjónin vel og vandlega upp úr volgu vatni tvisvar sinnum. Leggið þau í bleyti í potti þannig að vatnið liggi nái nokkra cm yfir grjónin.

Daginn eftir: Hellið vatninu af, bætið möndlumjólkinni við og sjóðið í ca 40 mínútur með klofinni vanillustöng og smáræði af salti.

Passið að vatnið klárist ekki og að grjónin brenni ekki við. Grjónin eiga að belgjast út og vera mjúk. Smakkið á þeim reglulega.

Veiðið vanillustöngina upp úr. Bragðið til með sætuefni. Setjið til hliðar og leyfið þeim að kólna. Bætið við möndluflögum. Heilan helling af þeim!

Þeytið rjómann og blandið honum við með hendinni. Kínóa a la mande á að vera kalt áður en það er borðað.

Ef notaður er soja sprauturjómi, bætið þá þeytta rjómanum við blönduna rétt áður en rétturinn er borinn fram því annars hleypur rjóminn í kekki. Berið fram í skálum með jarðarberjasósu yfir. Annar möguleiki er að búa til karamellusósu. Þannig var það í minni æsku og ég hef haldið þeim sið við mín börn. Ég hef breytt uppskriftinni og sett pálmasykur í staðinn fyrir hvítan sykur. Munið eftir því að lauma jólamöndlunni í grautinn.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/quinoa_a_la_mande_med_jordbrsauce/desserter