Kókosolía hefur fjölmarga eiginleika sem heilsu- og fegrunarvara.

Fólk notar hana í margvíslegum tilgangi, allt frá eldamennsku og þrifum yfir í sem rakakrem og farðahreinsir.

Aðrir nota kókosolíu til að bæta heilsu og ásýnd hársins.

Þessi grein fjallar um það sem mælir með og á móti því að nota kókosolíu í hárið.

Daglegar háraðgerðir geta valdið skemmdum

Hárþvottur, hárburstun, litun og lagning geta skemmt hárið, gert það viðkvæmara.

Af hverju kókosolía veitir betri vörn fyrir hárið en aðrar olíur

Þegar kókosolía er sett í hárið fyrir hárþvott, dregur það betur úr próteintapi hársins heldur en sólblómaolía eða steinefnaolíur.

Kókosolía eftir þvott ver hárið gegn skemmdum

Blautt hár er viðkvæmast fyrir skemmdum. Að setja olíu í hárið bæði fyrir og eftir hárþvott gefur því betri vörn.

Kókosolía getur gagnast þeim sem vilja safna hári

Kókosolía dregur úr daglegum hárskemmdum. Það getur reynst gagnlegt að nota kókosolía með reglulegu millibil ef þú vilt safna heilbrigðu hári.

Önnur áhrif kókosolíu fyrir hárið

Kókosolía getur hugsanlega losað þig við lús, virkað með sólarvörn fyrir hárið og dregið úr flösu, þörf er á fleiri rannsóknum til að sýna fram á þetta.

Hefur kókosolía einhver slæm áhrif á hár?

Að nota of mikið af kókosolíu getur gert hárið fitugara. Það veldur vanalega ekki hártapi en getur orðið til þess að hár falli auðveldar af þegar það hefur losnað frá hársverðinum.

Hvernig á að nota kókosolíu fyrir hárið

Hægt er að nota kókosolía sem hárnæringu, hármaska eða til að meðhöndla hársvörðinn til að gefa hárinu heilbrigði og gljáa.

Að lokum

Kókosolía er frábær rakagjafi fyrir hárið.

Hana er bæði hægt að nota fyrir og eftir hárþvott til að koma í veg fyrir skemmdir og til að gefa hárinu gljáa og heilbrigði.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.