Kolsýrt vatn er frískandi drykkur og góður kostur í stað gosdrykkja.

Það hafa þó komið upp efasemdir varðandi hollustugildi þess.

Hér er fjallað um hvaða áhrif kolsýrt vatn hefur á heilsuna.

Hvað er kolsýrt vatn?

Kolsýrt vatn er búið til með því að bæta koldíoxíði við vatn undir þrýstingi. Natríum og öðrum steinefnum er oft bætt við.

Kolsýrt vatn er sýrumyndandi

Kolsýrt vatn er sýrumyndandi, en líkaminn viðheldur stöðugu og örlítið basísku sýrustigi, óháð því hvað maður setur ofan í sig.

Hefur það áhrif á tannheilsu?

Sykraðir gosdrykkir geta eytt glerungnum, en venjulegt kolsýrt vatn virðist að mestu skaðlaust.

Hefur það áhrif á meltinguna?

Kolsýrt vatn hefur góð áhrif á meltinguna. Það getur auðveldað börnum og eldra fólki að kyngja, aukið mettunartilfinningu og dregið úr harðlífi.

Hefur kolsýrt vatn áhrif á beinheilsu?

Að drekka kolsýrða kóladrykki getur haft skaðleg áhrif á beinheilsu, en venjulegt sódavatn virðist skaðlaust eða jafnvel hafa jákvæð áhrif.

Hefur það áhrif á hjartaheilsu?

Kolsýrt vatn getur haft jákvæð áhrif á blóðsykur, bólgur og kólesteról. Þetta þarf þó að rannsaka töluvert betur.

Er kolsýrt vatn í raun slæmt fyrir heilsuna?

Það eru engar sannanir fyrir því að kolsýrt vatn sem slæmt fyrir þig.

Kolsýrt vatn er að mestu skaðlaust fyrir tennurnar og virðist ekki hafa nein slæm áhrif á beinheilsu.

Það vekur áhuga að kolsýrt vatn geti haft góð áhrif á meltinguna með því að draga úr harðlífi og auðvelda börnum og eldra fólki að kyngja.

Kolsýrt vatn er líka hitaeiningasnauður drykkur fullur af bubblum sem veita ánægjulega tilfinningu þegar tekinn er sopi. Margir kjósa sódavatn fram yfir venjulegt vatn.

Það er engin ástæða til að gefa þennan drykk upp á bátinn ef þér finnst hann góður. Hann getur meira að segja aukið heilsuna almennt.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.