Hér að neðan er úrdráttur og lausleg þýðing á íslensku af því sem kemur fram í þessu einkar áhugaverða myndbandi sem gefur okkur skýra og góða innsýn inn í eiginleika og áhrif mjólkursýrugerilsins Lactobacillus plantarum 299V (LP299V).  Lactobacillus plantarum 299V (LP299V) er að finna í fæðubótarefninu Probi Mage LP299V® sem fæst í heilsuverslunum, apótekum og á völdum útsölustöðum um land allt.  Myndbandið, sem er á ensku,  er mjög áhugavert og fræðandi og við mælum með að þið horfið á það og lesið svo textan hér fyrir neðan ef þarf.  SMELLIÐ Á MYNDINA HÉR AÐ NEÐAN TIL AÐ SPILA MYNDBANDIÐ.

Röskun á þarmaflóru er ein helsta orsök iðraólgu og einkennum hennar. Ástæðan getur verið vegna minnkunar á lactobacilli- og bífídóbakteríum. Þar af leiðandi gæti sjúkdómsvaldandi bakteríum fjölgað.

Próf. Ahmed Madisch, Hannover segir: „Hvað það er sem liggur að baki þessari þróun er ekki alveg skýrt enn sem komið er.  Skilningur okkar á „iðraólgu“ hefur þó aukist á síðustu 20 árum. Það virðist sem að lítilsvægar bólgur eða röskun á þarmaflóru geti verið ástæðan.“

Mjólkursýrugerill með vísindalegar rannsóknir að baki, Lactobacillus plantarum 299v (Lp299v), með dagskammt upp á 10 milljarða CFU, er nú fáanlegur í hylkjaformi. Hann hefur lífeðlisfræðileg áhrif á einkenni iðraólgu á fimm mismunandi vegu.

LP299V binst þekjufrumum í gegnum mannósa-viðtaka og örvar vaxtarþætti fyrir gerla á borð við lactobacilli- og bífídóbakteríur. Fjöldi þessara gerla eykst, sem bælir niður sjúkdómsvaldandi bakteríur. Að auki örvar LP299V slímframleiðslu sem styrkir varnarlag þarmaveggjar.

Ennfremur styrkir LP299v þekjuvefinn með því að þétta tengin á milli frumna sem dregur þá úr gegndræpi þarma. Enn eitt atriðið eru áhrifin á ónæmiskerfið.

Próf. Ahmed Madisch, Hannover segir: „Hér geta mjólkursýrugerlar haft bólgueyðandi áhrif með því að hafa áhrfi á framleiðslu á frumuboðum.“

Einnig lagast þarmahreyfingar. Það er vegna þess að Lactobacillus plantarum örvar framleiðslu á taugaboðefnum og losun á serótóníni. Í samverkun við flakktaugina dregur úr ofurnæmni meltingarfæra.

Próf. Ahmed Madisch, Hannover segir: “Við vitum öll að það eru ýmsar ástæður að baki iðraólgu eða einkennum hennar. Og ég held að meltingarsérfræðingar séu mér sammála um að það sé erfiðast að eiga við vindgang og uppþembu. Í þessum tilfellum eru mjólkursýrugerlar helst notaðir.”

Dagleg inntaka á LP299v í fjórar vikur dregur umtalsvert úr einkennum og alvarleika uppþembu.

Magaverkir og tilfinningin að hafa ekki alveg náð að klára hægðir lagaðist líka umtalsvert, ásamt reglulegri hægðum.

Próf. Ahmed Madisch, Hannover segir:  „Þetta þýðir að mjólkursýrugerlar virka gegn einkennum iðraólgu. Og í þýska leiðarvísinum um iðraólgu er mælt með mjólkursýrugerlum á grundvelli birtra safngreininga á virkni þeirra.“

Það voru Probi AB og Mikrobiotica sem unnu myndbandið og það er birt hér í samstarfi við ABEL heilsuvörur (ABEL ehf.) umboðsaðila Probi Mage mjólkursýrugerla  á Íslandi.