D-vítamin er fituleysanlegt vítamín sem er nauðsynlegt fyrir ákjósanlegt heilbrigði.

Einungis nokkrar fæðutegundir innihalda þetta mikilvæga vítamín í einhverju magni. Þetta á til að mynda við um feitan fisk, innmat, tiltekna sveppi og efnabættan mat.

Samt sem áður, ólíkt öðrum vítamínum sem þú getur eingöngu fengið í gegnum fæðuna, þá getur líkaminn einnig framleitt D-vítamín í gegnum húðina með sólarljósi.

Lítið magn af D vítamíni í mataræði okkar ásamt of litlu sólarljósi getur því verið útskýringin á því af hverju svona margir eru með of lág gildi á vítamíninu í blóðinu.

Það  vekur áhuga að heilbrigð gildi D-vítamíns í blóði hefur margskonar heilsueflandi áhrif.

Þessi grein telur til 15 jákvæð áhrif D-vítamíns samkvæmt vísindalegum rannsóknum.

1. Bætir beinheilsu

D-vítamín hjálpar til við að auka upptöku á steinefnum sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði beina. Hærri skammtar af D-vítamíni getur hugsanlega dregið úr hættu á beinbroti, takmarkað beintap og aukið bata eftir beinbrot.

2. Dregur úr hættu á sykursýki

Nægjanlegt D-vítamín getur stuðlað að minni hættu á að þróa með sér sykursýki 1 og 2. Í sumum tilfellum getur D-vítamín líka bætt stjórnun á blóðsykri hjá þeim sem eru með sykursýki 2.

3. Getur bætt hjartaheilsu

Einstaklingar sem fá nógu mikið af D-vítamíni eru í minni hættu á að fá hjartasjúkdóma. Neysla á fæðubótarefnum virðist hins vegar ekki hafa nein áhrif.

4. Getur dregið úr hættu á ákveðnum krabbameinum

D-vítamín getur hugsanlega verið vörn gegn krabbameini. Það þarf þó fyrst að rannsaka þetta betur til að finna nákvæmlega út þátt D-vítamíns.

5. Getur dregið úr hættu á ótímabæru andláti

Að viðhalda heilbrigðum gildum á D-vítamíni getur dregið lítillega úr hættu á ótímabæru andláti.

6. Dregur úr einkennum þunglyndis

D-vítamín getur komið í veg fyrir eða dregið úr einkennum þunglyndis, sérstaklega í einstaklingum með alvarleg einkenni.

7. Eykur vöðvastyrk

Að viðhalda heilbrigðum gildum á D-vítamíni getur aukið vöðvastyrk. Það getur líka minnkað máttleysi hjá eldra fólki og minnkað líkurnar á að það hrasi.

8. Getur verið gagnlegt gegn MS-sjúkdómnum

D-vítamín getur minnkað líkur á MS-sjúkdómnum og hægt á framrás hans. Þó er þörf á fleiri rannsóknum.

9–15. Önnur áhrif

9. Færri astmaköst: Dagskammtur upp á 7,5 til 30 µg getur dregið úr líkum á astmaköstum hjá börnum á grunnskólaaldri.

10. Vörn gegn kvefi: D-vítamín getur hjálpað til við að draga úr hættu á sýkingum í efri öndunarvegi.

11. Skjótari bati eftir skurðaðgerð: Nægjanlegt magn af D-vítamíni getur stuðlað að betri bata eftir skurðaðgerð.

12. Minni þrálátir verkir: Nægjanlegt magn af D-vítamíni getur hjálpað til við að draga úr verkjum hjá sumum einstaklingum sem þjást af þrálátum verkjum.

13. Betri fósturþroski: D-vítamínneysla á meðgöngu getur stuðlað að betri fósturvexti.

14. Vörn gegn Parkinsonsveiki: Hærra magn af D-vítamíni í blóði getur dregið úr hættu á að þróa með sér Parkinsons.

15. Minnkun á aldurstengdri hnignun á geðheilsu: Nægjanlegt D-vítamínmagn í blóði getur dregið úr hættu á hnignun geðheilsu á meðal aldraðra.

Að lokum

D-vítamín gegnir ýmsum mikilvægum hlutverkum í líkamanum.

Það er því mjög mikilvægt að neyta D-vítamíns til að halda uppi magni þess í blóðinu til að viðhalda góðri heilsu, hvort sem það er í gegnum fæðu, fæðubótarefni eða sólarljós.

Það er frekar algengt að fólk skorti D-vítamín án þess að finna fyrir því. Það er því góð hugmynd að fá lækni til að mæla gildin.
Fólk sem þjáist af D-vítamínskorti og getur ekki aukið magnið með meira sólarljósi ættu að taka inn fæðubótarefni sem inniheldur þá helst D3 formið.

Það eru til ráðlagðir skammtar af D-vítamíni en þörfin er samt sem áður mismikil milli einstaklinga. Ræddu þetta við lækni eða næringarráðgjafa.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.