Þessi sumarlega uppskrift birtist í uppáhalds tímaritinu okkar, MAN magasín, og við fengum leyfi til að deila henni hér.

Í uppskriftinni er meðal annars að finna dásamlegu lífrænu Love drykkina GingerLove eða DetoxLove sem fást í fjölmörgum heilsuverslunum og apótekum um land allt, í Hagkaup, Melabúðinni og í Fjarðarkaupum.  Drykkina (sem eru í duftformi og koma í handhægum skammtapakkningum) má blanda saman við heitt eða kalt vatn eða nota í ferskar og sumarlegar uppskriftir, eins og hér, nú eða til dæmis blanda saman við boozt.  Möguleikarnir eru endalausir.  GingerLove inniheldur lífrænar appelsínur, sítrónur og engifer og DetoxLove inniheldur lífrænan ananas, bergamot appelsínu, engifer og túrmerik.   Þeir þykja ægigóðir og innihalda náttúrulega sætu ávaxtanna og því finnst mörgum þeir draga úr nartþörf og vera frábært milli mál einir og sér auk þess sem heilsueflandi eiginleikar lífrænu innihaldsefnna engifers og túrmeriks eru mörgum kunnir.  Við höfum einnig haft af því spurnir að Lovedrykkirnir þyki frábær tækifærisgjöf og æðislegir í saumaklúbbinn og á pallinn á sólríkum degi. Þeir eru ekki síður góðir heitir og þannig eru þeir bornir fram á kaffihúsum víða um heim, oftar en ekki með sætri sneið af þurrkuðu mangó… á priki.  Nammigott, og hollt!

GingerLove

DetoxLove

Sólskin í Glasi

125 g hafþyrniber (fást frosin) eða önnur ber, t.d. rifsber eða hindber

1 lítill banani, vel þroskaður

6-10 basilíkublöð

1 bréf Detox Love eða Ginger Love

150 ml hvítvín, kalt, eða eplasafi

150 ml ískalt vatn

Setjið 100 g af berjum, banana og basilíku í blandara ásamt duftinu og maukið vel. Þeytið víni eða eplasafa og vatni saman við, hellið í glös, setjið nokkur heil ber út í og skreytið með basilíku.

Uppskriftin passar í tvö glös.

Girnilegur sumardrykkur

 

Unnið og birt í samstarfi við ABEL heilsuvörur.