Fjölmargir þættir geta haft áhrif á þarmaflóru okkar og hún tekur stöðugum breytingum, meðal annars vegna þess sem við neytum en einnig vegna ytri þátta. Það er mikilvægt að huga að heilbrigði þarmaflórunnar og ein leið til þess er að taka inn góða mjólkursýrugerla, með sannreynda virkni, dag hvern.

Sænska fyrirtækið Probi AB sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnugt, var stofnað fyrir 25 árum í kringum merkilega uppgötvun sem hópur vísindamanna í Lundi gerði á eiginleikum tiltekinna mjólkursýrugerla og þarmaflórunni.

Fyrirtækið er í dag leiðandi á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum og virkni þeirra, og fæðubótarefnin frá Probi AB, sem byggja á áralöngum rannsóknum fyrirtækisins, eru varin einkaleyfum.

Caroline Montelius hjá Probi AB í Svíþjóð er rannsóknarvísindamaður með doktorsgráðu í líflæknis- og næringarfræði . Caroline hefur unnið með mjólkursýrugerla um árabil og hér nefnir hún tvær nýjar vörur frá fyrirtækinu, annars vegar Probi® Family og hins vegar Probi® Járn.

“Probi® Family er vara sem ætluð er til að styðja við eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins og inniheldur sérvalda samsetningu af einkaleyfisvörðu mjólkursýrugerlunum Lactobacillus plantarum HEAL9 og Lactobacillus paracasei 8700:2 ásamt fólasíni, D-vítamíni og B-12 vítamíni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að mjólkursýrugerlarnir lifa af niðurbrot meltingarvegarins og hið sýrða umhverfi magans og ná bólfestu í þörmunum. Probi® Family eru bragðgóðar tuggutöflur ætlaðar allri fjölskyldunni frá þriggja ára aldri,“ segir Caroline.

Probi® Family styður eðlilega virkni ónæmiskerfisins

Ónæmiskerfið

Ónæmiskerfið vinnur ötullega að því að vernda okkur gegn sjúkdómum en við erum í snertingu við mögulega sýkla og veirur öllum stundum. Ef ónæmiskerfið starfar ekki sem skyldi getur sjúkdómshætta aukist.

Streituvaldandi umhverfi, breytingar á mataræði, hækkandi aldur, svefnskortur og nútíma lifnaðarhættir almennt, geta stuðlað að skaðlegum áhrifum á heilsu okkar og hugsanlega leitt til ójafnvægis í ónæmiskerfinu.

Mikilvægi örverujafnvægis

Stór hluti ónæmiskerfis okkar er staðsett í meltingarveginum. Virkni og almennt heilbrigði meltingarvegarins ræðst meðal annars af samsetningu örveruflóru hans, þarmaflórunni. Með viðkvæmri þarmaflóru og röskun á henni getur hættan á sýkingum, bólgum og öðrum sjúkdómum aukist.  Rannsóknir hafa sýnt fram á að fjölbreytt og vel nærð örveruflóra getur stuðlað að bættu ónæmiskerfi á margan hátt.

Sterkt ónæmiskerfi er nauðsynlegt vörnum okkar og til þess að við séum í okkar besta formi dag hvern.  Probi® Family mjólkursýrugerlar og vítamín fyrir alla fjölskylduna frá 3 ára aldri.  Ráðlagður neysluskammtur er ein tuggutafla á dag.

Önnur spennandi vara frá Probi AB sem Caroline nefnir, er Probi® Járn.

Probi® Járn – fyrir aukna járnupptöku, einnig á meðgöngu

– vinnur gegn járnskorti á alveg nýjan máta

Við báðum Caroline að segja okkur meira um þessa áhugaverðu vöru. „Probi® Járn vinnur gegn járnskorti á alveg nýjan máta, með því að auka upptöku járns, ekki eingöngu inntöku. Klínískar rannsóknir liggja að baki vörunni og með því að styðja við aukna járnupptöku er inntökuþörf járns að sama skapi minni og því minnkar samhliða hættan á mögulegum aukaverkunum sem má ef til vill rekja til notkunar á háskammtajárnbætiefnum. Útkoman er því jafnari upptaka járns, magi og melting í jafnvægi og heilbrigðari þarmaflóra.“

Probi® Járn:

* Aukin upptaka járns (upptaka, ekki bara inntaka)

* Getur dregið úr þörf á viðbótarjárninntöku

* Milt fyrir meltingarkerfið

* Náttúruleg leið til að viðhalda góðum járngildum – hentar einnig á meðgöngu

Vandamálið með járnið …

Einungis lágt hlutfall af því járni sem við neytum í fæðu frásogast og nýtist líkamanum. Þetta hlutfall er breytilegt og fer eftir ýmsum þáttum svo sem:

1) járngildi einstaklings

2) samsetningu fæðu með tilliti til örvandi eða hamlandi upptökuþátta

3) uppruna járnsins, þ.e. hvort það er úr dýraríkinu eða plönturíkinu

Auk þess að nýta ekki nema tiltölulega lágt hlutfall járns úr fæðunni, þá missum við einnig járn úr líkamanum, t.d. í gegnum blæðingar (tíðablæðingar). Þessir tveir þættir, lág upptaka af járni og töluverður járnmissir, eru algeng orsök fyrir blóðleysi af völdum járnskorts hjá konum á barneignaraldri. Aðrir áhættuhópar eru börn og unglingar (aukin járnþörf), grænmetisætur (ef lágt járnmagn í fæðu), íþróttafólk (aukin járnþörf) og eldra fólk sem neytir gjarnan minna af mat en áður. Aukaverkanir hefðbundinna háskammta járnbætiefna má alla jafna tengja við lága upptöku járnsins sem skilur eftir sig háan skammt af óuppteknu járni í meltingarvegi og getur valdið óþægindum á borð við magaverk, ógleði og hægðatregðu.

Járnskortur – alheimsvandamál, hver eru þín járngildi?

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er blóðleysi af völdum járnskorts eitt helsta næringarvandamálið í heiminum í dag.

Eftirfarandi hópum getur m.a. verið hætt við járnskorti:

 • Konum á barneignaraldri
 • Barnshafandi konum
 • Unglingum
 • Eldra fólki
 • Fólki í mikilli þjálfun
 • Grænmetisætum/grænkerum, ef lágt járnmagn er í fæðu

Einkenni járnskorts geta meðal annarra verið:

 • Þreyta
 • Höfuðverkir
 • Svimi
 • Skertur skilningur og einbeitingarskortur (e. impaired cognition)
 • Fölvi
 • Pirringur
 • Þrek- og orkuleysi
 • Hárlos
 • Vöðvakippir
 • Veikara ónæmiskerfi

Probi® Járn inniheldur einkaleyfavarða og klínískt rannsakaða mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v. Probi® Járn inniheldur einnig járn, fólasín og C-vítamín. Ráðlagður neysluskammtur er 1 hylki á dag, 2 hylki á dag fyrir barnshafandi konur eða þær sem hyggja á þungun.

 

Probi® mjólkursýrugerlar fást í apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Hagkaup, Melabúðinni og Heimkaup.

Probi® mjólkursýrugerlar eru fæðubótarefni. Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamlegs lífernis.   
Þessi kynning birtist áður í Fréttablaðinu og er birt í samstarfi við ABEL ehf., umboðsaðila Probi® mjólkursýrugerla á Íslandi.