50 g soðið bygg, einnig gott með hrísgrjónum, pasta og kjúklingabaunum

1 stk. laukur smátt sxaður

1 stk. chilli smátt skorinn

2 stk. hvítlauksgeirar smátt skornir

1 msk. ólífuolía

1 tsk. paprikuduft

1 msk. balsamik, hvítt

1 krukka tilbúin pastasósa

1 msk. grænmetiskraftur í 400 ml vatni

1 stk. vorlaukur

¼ agúrka

½ rauð paprika

1 tsk. sítrónusafi

salt og pipar

Byrjið á að sjóða byggið, sjá leiðbeiningar á umbúðum. Hitið olíuna í góðum potti og létt steikið laukinn, hvítlaukinn og chilli. Þegar laukurinn er orðin mjúkur þá látið hann saman við pastasósuna og balsamik og sjóðið upp. Lækkið undir, setjið lokið á og látið malla í 10 mínútur. Bætið granmetiskraftinum saman við látið súpan malla áfram. Smakkið til með salti, pipar og smá sítrónusafa.

Skerið grænmetið í litla teninga meðan súpan sýður. Setjið bygg í skálar eða bolla, fyllið upp með súpu og skreytið með ferska grænmetinu. Njótið með góðu brauði.

Og fleira frá Helgu því nú fást víða frábærir, handhægir, hollir og góðir tilbúnir réttir úr Eldhúsi Helgu Mogensen.

Nánari upplýsingar á: https://www.facebook.com/ureldhusihelgumog/?fref=ts