Til að léttast þarf venjulega að minnka daglega inntöku á hitaeiningum.
Því miður hafa megrunarkúrar oft í för með sér aukna matarlyst og hungurtilfinningu.
Það getur því orðið gríðarlega erfitt að léttast og viðhalda árangrinum.

Hér eru útlistaðar 18 vísindalega rannsakaðar leiðir til að draga úr hungri og matarlyst.

1. Borðaðu nóg af próteinum

Að fá nóg af próteinum úr fæðunni getur hjálpað þér að léttast því það dregur til að mynda úr matarlyst.

2. Veldu trefjaríka fæðu

Að borða trefjaríka fæðu getur dregið úr hungri og hjálpað þér að innbyrða færri hitaeiningar. Það getur líka stuðlað að betri langtíma heilsu.

3. Veldu mat framyfir drykk

Að borða hitaeiningarnar í stað þess að drekka þær getur hjálpað þér að innbyrða minna magn án þess að finna fyrir meira hungri.

4. Drekktu kaffi

Að drekka kaffi, og þá sérstaklega koffínlaust, getur hjálpað þér að draga úr hungurtilfinningu í allt að þrjá klukkutíma.

5. Fylltu þig af vatni

Að drekka hitaeiningasnauða vökva fyrir máltíð getur hjálpað þér að innbyrða færri hitaeiningar án þess að finna fyrir svengd eftir á.

6. Borðaðu með núvitund

Það hefur verið sýnt fram á það að borða með núvitund dregur úr hungri og eykur mettunartilfinningu. Það getur líka dregið úr inntöku á hitaeiningum og komið í veg fyrir ofát.

7. Dekraðu við þig með dökku súkkulaði

Að borða dökkt súkkulaði, eða bara finna lyktina af því, getur dregið úr löngun í sætindi.

8. Borðaðu engifer

Engifer getur hugsanlega hjálpað til við að draga úr hungurtilfinningu, en frekari rannsókna er þörf til að staðfesta þessi áhrif.

9. Kryddaðu máltíðina

Efnasambönd sem finnast í chili geta haldið hungrinu í skefjum og aukið mettun, en þörf er á frekari rannsóknum.

10. Notaðu minni matardiska

Að borða af minni disk getur hjálpað þér ómeðvitað að borða minna án þess að finna fyrir meira hungri.

11. Notaðu stærri gaffal

Að nota stærri gaffal getur hjálpað til við að minnka matarskammtinn sem þarf til að mettast.

12. Hreyfing

Bæði þol- og styrktaræfingar geta hjálpað til við að auka magn mettunarhormóna og leiða til minni hungurtilfinningu og minni neyslu á hitaeiningum.

13. Losaðu þig við kviðfituna

Að losa sig við kviðfituna getur dregið úr magni NPY hormónsins. Þetta getur haft í för með sér minni matarlyst og hungurtilfinningu.

14. Góður nætursvefn

Að ná sjö tíma svefni mun líklega draga úr hungri yfir daginn.

15. Dragðu úr álagi

Að draga úr álagi getur hjálpað þér að minnka löngun í mat, aukið mettun og jafnvel haft góð áhrif gegn þunglyndi og offitu.

16. Borðaðu omega-3 fitusýrur

Omega-3 fitusýrur geta hjálpað til við að draga úr hungri hjá fólki í yfirþyngd og offitusjúklingum. Þó þarf að gera fleiri rannsóknir á grönnu fólki.

17. Veldu próteinríkt millimál

Að borða próteinríkt millimál mun líklega draga úr hungri og getur komið í veg fyrir að þú borðir yfir þig í næstu máltíð.

18. Ímyndaðu þér að þú sért að borða matinn sem þig langar í

Að ímynda sér að maður sé að borða matinn sem mann langar í getur dregið úr lönguninni.

Að lokum

Að finna fyrir hungri eru mikilvæg skilaboð líkamans sem ætti ekki að hunsa.
Þessar ráðleggingar eru aðeins nokkrar einfaldar leiðir til að draga úr matarlyst og hungri á milli máltíða.
Íhugaðu að tala við lækni varðandi aðra valkosti ef þú hefur reynt þessi atriði en finnur enn fyrir sáru hungri.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.