• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Holt jólaslikk sem bragðast vel allt árið um kring. Það er ekkert mál að gera tvöfalda uppskrift. Njóttu konfektkúlanna með bolla af chai eða grænu tei.

Einn skammtur:

2,5 dl kasjúhnetur

4 msk. carob-duft

1 dl kókosmjöl

2 msk. furuhnetur

2 msk. Birkesød eða annað sætuefni – má sleppa

1/2 dl vatn eða appelsínusafi

1 poki af döðlum (200 gr.)

Leiðbeiningar:

Hakkið hneturnar í matvinnsluvél. Bætið svo við öllum hinum innihaldsefnunum og hrærið þangað til deigið er orðið að klumpi. Kannski þarf að bæta meiri vökva við. Mótið kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr carob-dufti, kókosmjöli og hökkuðum hnetum/möndlum.

Setjið kúlurnar í box með bökunarpappír á milli. Geymið þær í kæli. Þær varðveitast í allt að tvær vikur.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/sukkerfri_og_sde_carobkonfektkugler/desserter