Á breytingaskeiði gerist margt í líkamanum. Sumt er nánast áþreifanlegt og skýrt, annað ekki.
Við finnum kannski oftar fyrir þreytu sem við eigum erfitt með að finna skýringar á. Svefninn verður léttari eða slitróttari og meltingin breytist. Skapið getur orðið viðkvæmara og okkur verkjar ef til vill á mismunandi stöðum í líkamanum. Margar okkar upplifa líka margumtöluð hitakóf sem er oft það fyrsta sem fær okkur til að leiða hugann að því að við séum mögulega komnar á breytingaskeiðið.
Stundum finnst okkur eitthvað bara vera öðruvísi í líðan okkar og orku á þessum árum, án þess að við getum nákvæmlega útskýrt hvað það er sem hefur í raun breyst og hvað veldur, og oft tengjum við það alls ekki við breytingar tengdum hormónakerfi okkar og leitum okkur því ef til vill ekki viðeigandi aðstoðar.
Það gæti verið freistandi að ýta slíkum upplifunum til hliðar, halda áfram og vona að þetta „gangi yfir“. En breytingaskeiðið er sjaldnast þannig. Þetta er frekar tímabil þar sem líkaminn er að endurraða, stilla sig af og færa okkur ný skilaboð. Spurningin er þá ekki bara hvað sé að eiga sér stað, heldur hvort við gefum okkur rými til að meðtaka þessa breyttu líðan og upplifun, og vinna með líkamanum. Það getur líka falið í sér að staldra við og skoða þörf á hormónauppbót eða öðrum styðjandi lausnum, allt eftir því sem við á og hentar hverri konu fyrir sig.
Sjálfselska snýst um eigingirni og að setja sjálfa sig í forgang á kostnað annarra. Sjálfsást, aftur á móti, snýst um að bera virðingu fyrir okkur sjálfum. Hún felur í sér að viðurkenna þarfir okkar, hlusta á líðan okkar og á líkamann án þess að dæma og hlúa að eigin heilsu án sektarkenndar.
Margar konur eru kannski vanar því að huga fyrst að öllu og öllum í kringum sig. Það er hluti af því hvernig við lifum, vinnum og berum ábyrgð. En breytingaskeiðið er oft tímabil þar sem það fer að verða ljóst að þessi nálgun hefur sín takmörk. Ekki af því að við séum ekki nógu sterkar, heldur af því að líkaminn og heilsa okkar kallar einfaldlega á aðra nálgun og ef til vill á annan takt, og eftir honum ættum við að leggja okkur fram við að hlusta.
Breytingaskeiðið birtist í mörgum myndum
Breytingaskeiðið felur í sér raunverulegar líffræðilegar breytingar sem geta haft áhrif á heilsu kvenna. Minnkað estrógen getur meðal annars haft áhrif á beinþéttni, hjarta- og æðakerfi, húð, slímhúðir og efnaskipti. Margar konur upplifa einnig svefntruflanir, meltingarvandamál, orkuleysi eða breytingar á andlegri líðan – og svo mætti lengi telja.
Fyrir sumar okkar eru nætursviti og svefntruflanir mest áberandi. Fyrir aðrar er það þreyta, orkuleysi eða tilfinning um að vera ekki alveg eins hressar og kvikar og áður. Sumar finna breytingar í meltingu, uppþembu eða óreglulegar hægðir. Sumar okkar finna fyrir meiri viðkvæmni í skapi, pirringi, kvíða eða heilaþoku. Sumar taka eftir breytingum á líkamanum, fitudreifingu, hungri, seddu eða því hvernig líkaminn svarar hreyfingu. Sumar upplifa breytingar í slímhúðum, þurrk eða óþægindi sem þær hafa ekki þurft að hugsa um áður.
Og fyrir margar okkar er þetta blanda sem kemur og fer í bylgjum. Stundum er þetta mildara, stundum meira.
Sumar okkar kannast hins vegar við fæstar af þessum upplifunum og sleppa nánast með öllu við einkenni sem hafa nokkur áhrif í lífi og leik. Engar tvær konur upplifa breytingaskeiðið á sama hátt.
Efnaskiptaheilsa og þarmaflóran
Eitt af því sem margar konur taka þó eftir á árunum í kringum breytingaskeiðið er aukin tilhneiging til að safna fitu á sig á kviðsvæði. Kviðfitu ætti þó ekki aðeins að skoða sem útlitsatriði og mittismál – hún getur gefið til kynna að ákveðnir þættir tengdir efnaskiptum og heilsu okkar gætu þurft sérstaka athygli.
Efnaskiptaheilsa fjallar meðal annars um hvernig líkaminn nýtir orku – hvernig hann vinnur næringu úr fæðu, geymir fitu, heldur jafnvægi á blóðsykri og bregst við streitu og hefur einnig áhrif á hjarta og æðakerfi. Þetta eru grunnferlar líkamans sem yfirleitt fara fram í kyrrþey, án þess að við finnum endilega mikið fyrir þeim.
Þegar hormónastarfsemi breytist, sérstaklega þegar estrógen minnkar, getur það haft áhrif á efnaskiptin. Hægst getur á orkuvinnslu, blóðsykur orðið óstöðugri og líkaminn breytir því hvernig og hvar hann geymir fitu.
Að staldra við
Við erum farin að átta okkur betur á því að einkenni breytingaskeiðsins hlaupa á tugum, geta komið fram á ólíkan hátt og í mismunandi styrk og því er upplifun kvenna afar fjölbreytt og einstaklingsbundin. Margar okkar tengja heldur ekki allar þær breytingar sem við finnum í líkama og líðan við breytingaskeiðið og áhrif hormóna á líkama okkar, einfaldlega vegna þess að umræðan hefur verið einsleit, ef einhver. Við heyrum sjaldnast um nema örfá einkenni, þau algengustu, þótt listinn sé í raun mun lengri.
Nafnið á aðalvöru huemeno® línunnar, huemeno® Me, var valið til að minna á að huga að líðan okkar: að staldra við og gefa okkur sjálfum gaum.
„Me” stendur fyrir „mig“. Fyrir sjálfsvitundina. Fyrir það að taka eigin líðan alvarlega, að hlusta á líkamann, taka eftir mynstrum og bregðast við áður en við þurfum að fara að „harka af okkur” í gegnum daginn.
Nafnið sjálft er þannig lítið “stoppmerki” í dagsins amstri: huemeno® Me. Me. Mig. Ég.
Einn af þáttunum sem oft fær of litla athygli er þarmaflóran og hvernig hún skiptir einnig máli á breytingaskeiðinu. Hún samanstendur af þúsundum tegunda örvera sem lifa í meltingarveginum og vinna saman í flóknu samspili. Þessar örverur geta haft áhrif á meltingu, upptöku næringarefna, efnaskipti, ónæmiskerfið og jafnvel taugakerfið og andlega heilsu. Þegar flóran er í jafnvægi styður hún líkamann á margvíslegan hátt. Þegar jafnvægi hennar raskast geta áhrifin orðið margþætt og borið með sér óþægindi, oft alls ótengd meltingarkerfinu sjálfu.
Í huemeno® Me eru notaðir þrír stofnar SynbÆctive® góðgerla sem hafa verið rannsakaðir sérstaklega til stuðnings við:
- Meltingu og getu til að styðja við eðlilega meltingarstarfsemi, þar með talið hægðatregðu, uppþembu og vindgang
- Efnaskiptaheilsu og orkuvinnslu
- Jafnvægi flóru í leggöngum og stuðning við eðlilegt örverujafnvægi í leggöngum
Í hverju hylki af huemeno® Me er magn SynbÆctive® gerlanna í þeim skömmtum sem rannsóknir styðja og sýna jafnframt að þeir nái á þá staði sem þeim er ætlað að hafa áhrif.
Að auki inniheldur huemeno® Me inúlín og FOS trefjar, svokallaða forgerla, sem næra góðgerlana og styðja virkni þeirra í líkamanum. Í vörunni eru einnig B6-vítamín, sem styður við orkuvinnslu, starfsemi taugakerfis og eðlilega stjórnun hormónastarfsemi, og B1-vítamín (þíamín), sem hjálpar til við umbreytingu fæðu í orku og styður við starfsemi hjarta og taugakerfis.
Nafnið huemeno® – margslungnir litir upplifunarinnar
huemeno® (hjúmenó): „hue” vísar til lita, blæs og tóna. Það er myndlíking fyrir litbrigðin í því sem konur upplifa á breytingaskeiðinu, mismunandi einkenni, mismunandi styrk, mismunandi sögur. „Meno” undirstrikar fókusinn: breytingaskeiðið sjálft og árin í kringum það.
huemeno® vörurnar eru þróaðar með konur á þessu lífsskeiði í huga. Þær eru hannaðar til að styðja markvisst við grunnstoðir heilsunnar og vellíðan á breytingaskeiði og á árunum sem fylgja – bæði sem sjálfstæður stuðningur og sem hluti af breiðari nálgun samhliða hormónauppbót eða öðrum úrræðum, allt eftir því sem hver kona kýs.
Við horfum ekki til þess að mæta eingöngu algengum einkennum, heldur leggjum áherslu á að styrkja líkamlega og andlega heilsu almennt. Með því að styðja grunnferla líkamans – eins og orkuvinnslu, meltingu og losun, efnaskipti, beinheilbrigði og jafnvægi í taugakerfi og stuðning við hvíld og svefn – getur huemeno® verið stoð sem hjálpar til við að byggja grunn að betri heilsu, orku og vellíðan til framtíðar.
Hluti af alþjóðlegri hreyfingu
huemeno® er stolt af því að vera hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem hefur það að markmiði að gera breytingaskeiðið sýnilegt, skiljanlegt og þýðingarmikið. Þess vegna eru vörurnar okkar vottaðar með MTick® – fyrsta alþjóðlega tákninu sem sýnir að vara teljist „menopause-friendly”, eða hentug fyrir konur á breytingaskeiði.
Bakvið MTick® stendur GenM, magnað félag sem hefur gjörbreytt samtalinu um breytingaskeiðið í Bretlandi – og nú víðar. GenM var stofnað árið 2020 af tveimur konum sem upplifðu á eigin skinni hversu ósýnilegt og óútskýrt breytingaskeiðið gat verið, jafnvel fyrir konur sjálfar.
Rannsóknir GenM í Bretlandi sýna að:
- 87% kvenna í breytingaskeiði finnst þær hunsaðar af vörumerkjum og samfélaginu.
- Aðeins 3 af 48 mögulegum einkennum breytingaskeiðs eru að jafnaði nefnd þegar konur eru spurðar um líðan
- 94% kvenna vilja sjá skýrari merkingar á vörum sem styðja við einkenni breytingaskeiðsins.
Þessar tölur undirstrika skýrt að konur vilja sjá sig og sínar þarfir teknar alvarlega. Þar hefur MTick® hlutverki að gegna.

Allar þrjár vörurnar
Til viðbótar við huemeno® Me eru tvær aðrar vörur í huemeno® línunni sem styðja við ólíka þætti heilsunnar á breytingaskeiði og til framtíðar.
Með aldrinum minnkar beinþéttni smám saman og þessi þróun getur orðið hraðari þegar estrógenmagn líkamans lækkar í kringum tíðahvörf. huemeno® Vitamin D3 & K2 styður við upptöku og nýtingu kalks og þannig við beinheilsu til lengri tíma.
Svefn og hvíld skipta sköpum – bæði fyrir orku, jafnvægi og endurheimt. huemeno® Magnesium Bisglycinate getur verið hluti af rólegri kvöldrútínu og hjálpað okkur að ná slökun og stutt við eðlilegan svefn.
Markviss nálgun
Það er yfirlýst stefna huemeno® að draga athygli að breytingaskeiði kvenna og auka umræðuna um það, en þó er ekkert í vörunum sem útilokar aðra frá því að nota þær. Vörurnar innihalda hvorki hormóna, hormónalík innihaldsefni né jurtir og gætu því hentað öllum sem vilja styðja við meltingu, taugakerfi og beinheilsu.
Yngri konur, sem ekki eru á aldrinum í kringum tíðahvörf, sem og karlar sem notað hafa vörurnar, hafa til að mynda tekið eftir skýrum og jákvæðum breytingum á meltingu með huemeno® Me og betri hvíld og nætursvefni með huemeno® Magnesium Bisglycinate.
Þó vörurnar henti þannig öllum slær hjarta huemeno® þó fyrir konur á breytingaskeiði – og það er yfirlýst stefna fyrirtækisins að leggja sitt að mörkum til að draga athygli að og rjúfa þögnina sem hefur hvílt yfir þessu lífsskeiði kvenna allt of lengi.
Það að hlúa að sjálfri sér, hlusta á líkamann og veita líðan sinni athygli er ekki sjálfselska. Það er sjálfsvirðing, sjálfsást.
Kynning unnin í samstarfi við huemeno ehf./ Mynd: Aaron G / Unsplash
