Kollagen er algengasta próteinið í líkamanum.
Það hefur mikilvægu hlutverki að gegna, þar á meðal fyrir húðina og það hjálpar til við blóðstorknun.
Undanfarin ár hafa vinsældir þess aukist sem fæðubótarefni og sem innihaldsefni í hárvörum og húðkremum.
En hvað er kollagen? Og hvað gerir það fyrir okkur?
Hér er farið yfir þetta mikilvæga prótein.
Hvað er kollagen?
Kollagen er prótein sem gefur líkamanum stuðning og styrk, þ.á.m. beinum, sinum og liðböndum.
Hvaða hlutverki hefur það að gegna?
Það eru til a.m.k. 16 tegundir af kollageni. Það er að finna alls staðar í líkamanum og gefur honum stuðning og styrk.
Næringarefni sem auka framleiðslu á kollageni
Næringarefnin fjögur sem hjálpa til við framleiðslu á kollageni eru C-vítamín, prólín, glýsín og kopar. Neysla á hágæða próteinum gefur líkamanum að auki amínósýrurnar sem þarf til við framleiðsluna.
Það sem skemmir kollagen
Þú getur hjálpað líkamanum að viðhalda og vernda kollagenið með því að forðast ákveðna þætti sem geta skaðað það. Skaðlegir þættir eru til að mynda of mikil sykurneysla, reykingar og sólbruni.
Náttúrulegur matur
Dýraafurðir á borð við svínapuru, kjötsoð, gelatín og kjúklingaskinn eru kollagenríkar.
Gagnsemi fæðubótarefna sem innihalda kollagen
Samkvæmt rannsóknum getur kollagen sem er fengið úr fæðubótarefnum hjálpað til við að bæta áferð húðar, aukið vöðvamassa og dregið úr verkjum vegna slitgigtar.
Öryggi og hliðarverkanir
Það hafa engar áþreifanlegar sannanir komið fram um hliðarverkanir. Þó er möguleiki á ofnæmisviðbrögðum ef þú ert með ofnæmi fyrir uppruna fæðubótarefnisins.
Hvernig fæðubótarefni
Þú getur fundið fæðubótarefni á pillu- eða duftformi. Það er auðveldara að bæta duftinu út í mat.
Önnur notagildi
Kollagen er hægt að nota á ýmsa vegu. Til að mynda á brunasár og til að búa til strengi á hljóðfæri.
Að lokum
Kollagen er mikilvægt prótein sem gefur líkamanum stuðning og styrk.
Maturinn og næringin sem þú innbyrðir hjálpar líkamanum að framleiða þetta prótein.
Að auki geta fæðubótarefni sem innihalda kollegan verið gagnleg. Nokkrar undirbúningsrannsóknir hafa sýnt að kollagen geti aukið heilbrigði húðar, virkni vöðva og dregið úr verkjum vegna slitgigtar.
Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.