• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Fyrir fjóra

50 gr. mulin sesamfræ

15o gr. heilkorna hrísmjöl

150 gr. bókhveitimjöl

100 gr. heslihnetur gróft hakkaðar

1 dl rísmjólk

100 gr. hrísflögur

2 tsk. kanill

2 tsk. mulinn engifer

1/2 tsk. mulinn negull

1 tsk. muldar kardimommur

1 tsk. múskat

1/4 tsk. vanilluduft

3 msk. carob eða kakó (má sleppa)

1 tsk. salt

1/2 tsk. svartur pipar

1 appelsína – safi og börkur

2 dl rúsínur eða gróft skornar döðlur (150 gr.)

2 tsk. lyftiduft án hveitis (vínsteinslyftiduft)

100 gr. kaldpressuð jómfrúar kókosolía

5 stk. þroskaðir bananar

2 egg

Leiðbeiningar:

Blandið saman bönunum, kókosolíu, rísmjólk og eggjum í matvinnslu- eða hrærivél. Einnig er hægt að hræra öllu saman með skeið.

Bætið við appelsínusafa.

Blandið öllum þurrefnum saman í skál og bætið þeim síðan smátt og smátt saman við bananablönduna á meðan matvinnslu- eða hrærivélin er í gangi.

Hellið deiginu í smurt form (fleiri en eitt ef til þarf) og bakið við 180°C í forhituðum ofni í 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið skerið í hana.

Ráðlegging!

Sömu leiðbeiningar og innihaldsefni, en bætið við þremur stórum kúfullum matskeiðum af kakó- eða carobdufti og einni stórri kúfullri skeið af lakkrísrótardufti ásamt einum dl af rísmjólk, örlítið meiru af ferskri engiferrót og einni matskeið af sítrónusafa. Deigið verður linara fyrir vikið. Bakið það í brauð-, köku- eða smákökuformi. Þarf aðeins 15 mínútna bökunartíma.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/glutenfri_banankage/desserter