- Án mjólkur
- Án glútens
- Án sykurs
Fyrir fjóra
500-800 gr. kjúklingalundir í strimlum
1 stór laukur niðurskorinn
1 hvítlauksgeiri
1 rauð paprika skorin í strimla
3 dl vatn
1 stór dós kókosmjólk
Olía til steikingar
2 tsk. karrý
1 tsk. broddkúmen
1 tsk. kanill
1 tsk. mulinn kóríander
2 tsk. nýrifin engiferrót
1 tsk. mulið túrmerik
1 handfylli/lítil skál kasjúhnetur
1 handfylli/lítil skál jarðhnetur
1 handfylli/lítil skál rúsínur
1 dós ananas í eigin safa
2 bananar skornir í sneiðar með 2 msk. sítrónusafa
Sítrónusafi
1 lítil skál kókosmjöl
Brún basmatihrísgrjón
Sjávarsalt og pipar
Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Ef þau hafa verið lögð í bleyti yfir nótt, helmingið þá suðutímann.
Léttsteikið karrý og túrmerik í kókosolíu (má nota smjör í staðinn). Bætið við kjúklingalundum. Þar á eftir lauk, hvítlauk og papriku ásamt afgangnum af kryddinu og vatni og leyfið þessu að malla í 20 mínútur. Bætið við kókosmjólk og látið malla áfram í 5 mínútur. Bragðið til með salti og pipar. Ef sósan virðist of þunn má jafna hana út með smávegis af heilkorna hrísmjöli sem er hrært út í vatn.
Berið fram rúsínur, ananas, hnetur, kókosmjöl og banana í litlum skálum ásamt hrísgrjónunum.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/ristaffel_med_kylling/aftensmad