Góður nætursvefn er gríðarlega mikilvægur fyrir heilsuna.

Í raun er álíka mikilvægt að fá góðan svefn eins og að borða hollan mat og hreyfa sig.

Því miður hafa Vestrænir lifnaðarhættir haft slæm áhrif á náttúrulegt svefnmynstur í vaxandi mæli.

Fólk sefur minna en það gerði áður og gæði svefns hafa minnkað að sama skapi.

Hér eru 10 ástæður þess að góður svefn er mikilvægur.

1. Lélegur svefn getur verið fitandi

Of lítill svefn eykur umtalsvert áhættuna á þyngdaraukningu og offitu hjá bæði börnum og fullorðnum.

2. Nægur svefn getur leitt til neyslu á færri hitaeiningum.

Lélegur svefn hefur áhrif á hormón sem stjórna matarlyst. Þeir sem sofa nóg hafa tilhneigingu til að innbyrða færri hitaeiningar í samanburði við þá sem sofa minna.

3. Góður svefn getur aukið einbeitingu og afkastagetu

Góður svefn getur hámarkað getuna til að leysa vandamál og bætt minnið. Það hefur komið fram að lélegur svefn hefur slæm áhrif á heilastarfsemina.

4. Góður svefn getur hámarkað árangur í íþróttum

Það hefur verið sýnt fram á að lengri svefn bætir frammistöðu í íþróttum.

5. Lélegur svefn eykur hættuna á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli

Að sofa skemur en sjö til átta tíma að nóttu til tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum og heilablóðfalli.

6. Svefn hefur áhrif á efnaskipti glúkósa og hættuna á sykursýki 2.

Svefnleysi getur orsakað forstig sykursýki í heilbrigðum einstaklingum á innan við viku. Margar rannsóknir sýna fram á sterkt orsakasamhengi milli of lítils svefns og hættunnar á sykursýki 2.

7. Þunglyndi tengist lélegum svefni

Það er sterkt orsakasamhengi milli þunglyndis og lélegs svefnmynsturs, sérstaklega hjá þeim sem eru með svefnröskun.

8. Svefn bætir starfsemi ónæmiskerfisins

Að fá a.m.k. átta tíma nætursvefn getur styrkt starfsemi ónæmiskerfisins og hjálpað til við að halda kvefi í skefjum.

9. Auknar bólgur tengjast lélegum svefni

Svefn hefur áhrif á bólgusvörun líkamans. Það eru sterk tengsl milli lélegs svefns og bólgusjúkdóma í þörmum sem geta aukið hættuna á endurkomu sjúkdóma.

10. Svefn hefur áhrif á tilfinningar og samskipti við annað fólk

Vísindamenn telja að slæmur svefn hafi áhrif á samskiptahæfileika okkar og tilfinningalæsi.

Að lokum

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu, ásamt næringu og hreyfingu.
Þú einfaldlega verður að huga að svefninum ef þú vilt halda sem bestri heilsu.

Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.