Bólgur geta bæði verið góðar og slæmar.
Þær geta hjálpað líkamanum að verjast sýkingum og meiðslum en á hinn bóginn geta langvinnar bólgur leitt til þyngdaraukningar og sjúkdóma.
Streita, óholl fæða sem veldur bólgum og hreyfingarleysi geta aukið hættuna enn frekar.
Sumar fæðutegundir geta hjálpað í baráttunni við bólgur.
Hér er listi yfir 13 fæðutegundir sem draga úr bólgum samkvæmt vísindalegum rannsóknum.
1. Ber
Ber innihalda andoxunarefni sem eru kennd við antósýanín. Þessi efnasambönd geta dregið úr bólgum, styrkt ónæmiskerfið og minnkað hættuna á hjartasjúkdómum.
2. Feitur fiskur
Feitur fiskur inniheldur mikið af omega-3 fitusýrunum EPA og DHA sem hafa bólgueyðandi áhrif.
3. Brokkólí
Brokkólí er ein besta uppspretta andoxunarefnisins súlfórafan sem hefur öflug bólgueyðandi áhrif.
4. Avókadó
Avókadó inniheldur ýmis heilsusamleg efnasambönd sem vinna gegn bólgum og geta hugsanlega dregið úr hættunni á krabbameini.
5. Grænt te
Grænt te inniheldur mikið af andoxunarefninu epigallocatechin gallate sem dregur úr bólgum og berst gegn frumuskemmdum sem geta leitt til sjúkdóma.
6. Paprika og chili
Chili og paprikur eru ríkar af quercetin, sinapic sýru, ferulic sýru og öðrum andoxunarefnum sem hafa öflug bólgueyðandi áhrif.
7. Sveppir
Sveppir innihalda ýmis efnasambönd sem geta dregið úr bólgum. Til að nýta bólgueyðandi áhrif þeirra til fulls er best að borða þá hráa eða lítið eldaða.
8. Vínber
Ýmis efnasambönd í vínberjum á borð við resveratról geta dregið úr bólgum. Þau geta hugsanlega líka minnkað hættuna á ýmsum sjúkdómum.
9. Túrmerik
Túrmerik inniheldur kúrkúmín sem er öflugt bólgueyðandi efnasamband. Að borða svartan pipar með túrmerik getur aukið upptöku líkamans á kúrkúmíni til muna.
10. Extra virgin ólífuolía
Extra virgin ólífuolía inniheldur öflug bólgueyðandi efnasambönd sem geta dregið úr hættunni á hjartasjúkdómum, krabbameini og öðrum alvarlegum heilsufarsvandamálum.
11. Dökkt súkkulaði og kakó
Flavanólar í dökku súkkulaði og kakói getur dregið úr bólgum. Hugsanlega minnka þeir líka hættuna á ýmsum sjúkdómum.
12. Tómatar
Tómatar eru frábær uppspretta lýkópens sem getur dregið úr bólgum og hefur að auki krabbameinsvarnandi áhrif.
13. Kirsuber
Kirsuber innihalda andoxunarefni sem draga úr bólgum og hættunni á sjúkdómum
Að lokum
Langvinn bólga, þótt lítil sé, getur valdið sjúkdómum.
Gerðu þitt besta til að halda bólgum niður með neyslu á fjölbreyttu úrvali af þessum gómsætu andoxunarríku fæðutegundum.
Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.