Hippókrates átti að hafa sagt: „Látið mat vera ykkar lyf og lyf vera ykkar mat.“
Það er satt að matur gerir meira en bara útvega orku og í veikindum er mikilvægara en nokkurn tímann að borða rétt.
Sumar fæðutegundir hafa kröftuga eiginleika sem nýtast þér í veikindum.
Þær geta dregið úr sumum sjúkdómseinkennum og jafnvel hjálpað þér að ná skjótari bata.
Hér eru 15 bestu fæðutegundirnar við veikindum.
1. Kjúklingasúpa
Kjúklingasúpa er góð til að fá vökva, hitaeiningar, prótein, vítamín og steinefni. Hún dregur einnig úr bólgum og blokkerar hugsanlega frumur sem valda hósta og stífluðu nefi.
2. Seyði
Að drekka seyði er ljúffeng og næringarrík leið til að vökva sig og virkar líka á bólgur ef það er drukkið heitt.
3. Hvítlaukur
Hvítlaukur vinnur á bakteríum og veirum og örvar ónæmiskerfið. Hann hjálpar þér að forðast veikindi og ná skjótari bata þegar þú leggst í veikindi.
4. Kókosvatn
Kókosvatn hefur sætt, ljúffengt bragð. Það útvegar vökvann og söltin sem þú þarft til að þorna ekki upp í veikindum.
5. Heitt te
Te er góð leið til að vökva sig og virkar vel á bólgur ef það er drukkið heitt. Svart te getur dregið úr bakteríuvexti í hálsinum og te með sólhatti getur flýtt fyrir bata á kvefi og flensu.
6. Hunang
Hunang hefur bakteríudrepandi áhrif og örvar ónæmiskerfið. Það getur einnig hjálpað til við að draga úr hósta hjá börnum eldri en 12 mánaða.
7. Engifer
Engifer virkar einstaklega vel á ógleði. Hann hefur einnig bólgueyðandi og andoxandi áhrif.
8. Sterkur matur
Sterkur matur inniheldur kapsaísín sem getur losað um slím en líka örvað slímframleiðslu. Það getur virkað vel á ertingshósta.
9. Bananar
Bananar eru orkumiklir og næringarríkir. Þeir geta hjálpað til við að draga úr ógleði og niðurgangi.
10. Haframjöl
Haframjöl er næringarríkt og auðvelt að borða. Það getur örvað ónæmiskerfið, bætt stjórnun á blóðsykri og minnkað bólgur í meltingarkerfinu.
11. Jógúrt
Það er auðvelt að borða jógúrt. Hún er hitaeiningarík og inniheldur mikið af próteinum, vítamínum og steinefnum. Sumar tegundir innihalda líka mjólkursýrugerla og neysla á þeim getur stuðlað að færri veikindadögum.
12. Ýmsir ávextir
Sumir ávextir innihalda flavóníða sem kallast antósýanín. Þeir eru hjálplegir í baráttunni við veirur og bakteríur og örva líka ónæmiskerfið. Fæðubótarefni með flavóníðum geta einnig komið að góðu gagni.
13. Avókadó
Avókadó er stútfullt af vítamínum, steinefnum og hollum fitum sem geta dregið úr bólgum og örvað ónæmiskerfið.
14. Grænt laufgrænmeti
Grænt laufgrænmeti er stútfullt af grænmeti og næringarefnum sem eru þér nauðsynleg í veikindum. Það inniheldur líka gagnleg jurtaefni.
15. Lax
Lax er frábær uppspretta próteina. Hann inniheldur líka omega-3 fitusýrur og D-vítamín sem virkar vel á bólgur og örvar virkni ónæmiskerfisins.
Að lokum
Hvíld, vökvadrykkja og almennileg næring eru helstu atriðin sem þarf að hafa í huga fyrir betri líðan og skjótari bata í kjölfar veikinda.
Sumar fæðutegundir gagnast þér ekki bara sem næring.
Þótt enginn matur geti læknað þig, þá getur rétt mataræði styrkt ónæmiskerfið og dregið úr ýmsum sjúkdómseinkennum.
Ofangreint efni er eingöngu hluti af ítarlegri grein af vef Authority Nutrition þar sem einnig má finna heimildirnar sem stuðst var við. Lestu alla greinina hér.