Já maður verður víst ekki 22 ára á hverjum degi og dagurinn í dag engin undantekning þar á, ég varð 36 ára. Að hugsa með sér, 36 ára gömul og aldrei verið í betra formi. Dagurinn í dag frekar venjulegur, létt átök við járnin í morgun, vinna og svo hingað heim. Með smá stoppi í Boots til að kaupa afmælisgjöf handa sjálfri mér; nýjan Chanel varalit. Oh, ég elska hann og pokann sem hann kom í. Ég ætla í tilefni þess að ég er orðin svona svakalega gömul og hrum að færa nammidag yfir á laugardag og fá mér indverskan með poppadom og naan og öllu annað kvöld og hnykla svo íviðhaldsvöðvann á sunnudag. Það er bara gaman og setur fútt í þetta að breyta aðeins út af plani. 36 ára. Ég á ekki eitt einasta aukatekið.
Þessi færsla birtist fyrst hér þann 17. desember 2010