• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Fyrir 3-4

2 dl soðin brún hrísgrjón eða kínóa

3 egg

3 dl bókhveitimjöl

2 msk. gúargúmmí

1 tsk. kanill (má sleppa)

1/2 tsk. malaðar kardimommur

2 stappaðir bananar

4 tsk. kókosolía

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. salt

Leiðbeiningar:

Stappið banana og hrærið svo eggjum og bráðinni kókosolíu við.

Bætið hinum innihaldsefnunum við einu af öðru. Deigið á að vera þykkt og seigt en samt ekki klístrað.

Búið til klatta úr deiginu á stærð við amerískar pönnukökur og steikið þá á pönnu með vænum skammti af kókosolíu.

Borðið pönnukökurnar heitar eins og þær eru eða stráið kanil eða carob dufti yfir eða með sultu án viðbætts sykurs. Grænt te, kanilte eða chai með heitri sojamjólk passar vel við.

Hollráð!

Gerið morgunverðinn próteinríkari með eggjahræru til að koma í veg fyrir þreytu vegna sykurfalls. Eða smyrðu bananabomburnar með hnetusmjöri.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/bananbomber/morgenmad