- Án mjólkur
- Án glútens
- Án sykurs
Hér er hún. Lausnin. Fyrir þá sem annaðhvort borða alls engan morgunmat eða hina sem fá sér fransbrauð með osti og sultu sem keyrir upp blóðsykurinn áður en hann fellur hratt niður aftur. Og þá tekur þreytan við, slappleiki og einbeitingarleysi. Prófaðu þennan hérna. Frábær ofurfæða sem samanstendur af gæðapróteinum, hollri fitu og berjum. Taktu eftir áhrifunum.
Einn fullorðinsskammtur
2 dl soja- eða rísmjólk
2 msk. vistvæn jómfrúar hörfræolía
3 msk. fersk mulin vistvæn hörfræ
1 tsk. kanill
4 cm hýði af lífrænni sítrónu
3 msk. hreint mysuprótein
1 banani
ca. 200 g frosin ber, t.d. jarðarber eða hindber.
Setjið öll innihaldsefnin í blandara þangað til þeytingurinn nær svipaðri áferð og mjúkur ís. Njótið hans og finnið áhrifin sem hann hefur á blóðsykurinn.
Ráðlegging: Það getur vel borgað sig að fjárfesta í góðum blandara. Það getur gert gæfumuninn.
Ráðlegging: Prófið líka að nota appelsínuhýði og ávaxtasafann.
Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.
http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/omegamorgensmoothie/morgenmad