• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Borðið linsoðið egg með eða blandið einni msk. af próteindufti við grautinn áður en hann er borinn fram. Þannig helst blóðsykurinn stöðugur.

Fyrir fjóra

1 dl rúsínur eða smátt skornar döðlur

1 msk. rifinn sítrónubörkur

1 tsk. kanill

1/4 tsk. vanilluduft

1 dl eplasafi, án sætu

2 dl rís- eða sojamjólk

1 dl sólblómafræ – lögð í bleyti yfir nótt

4 dl soðin brún hrísgrjón

1/2 dl valhnetur, grófhakkaðar

Salt

Kókósolía

Setjið þurrkaða ávexti, sítrónubörk, kanil, eplasafa og rís- eða sojamjólk í pott og látið malla við lágt hitastig í 3-5 mínútur, þar til ávextirnir eru orðnir meyrir.

Bætið við soðnum hrísgrjónum (sjá ráðleggingu) og leyfið grautnum að malla aðeins lengur.

Lækkið hitann, bætið valhnetum við, og leyfið grautnum að standa við lágan hita í 10 mínútur.

Berið fram með slettu af extra jómfrúar kókosolíu. Soja-, möndlu- eða rísmjólk fer líka vel saman við grautinn.

Ráðlegging! Brún hrísgrjón. Leggið þau í bleyti og bætið skvettu af sítrónusafa við. Látið standa í nokkra tíma eða yfir nótt. Sjóðið hrísgrjónin í sama vatninu með örlítið af salti í 20 mínútur, eða þangað til vatnið klárast. Setjið lok yfir pottinn og geymið í kæli þar til grauturinn er gerður.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/telmas_morgengrd/morgenmad