Rófur eru að mati Helgu alveg nauðsynlegar í eldhúsinu og hún skilur ekki alveg hvers vegna þær eru ekki á vinsældarlistanum “Topp 10” hjá landanum.
Hér kemur ein sem er sívinsæl.
Meðlæti fyrir 6 manns.
50 ml olía
1-2 stk 180 gr laukur smátt saxaður
2 stk rófa ca 500 gr skræld og skorin í fingurbreiða stærð
150 gr ananas. Kaupi niðurskorin.
1 msk hunang, agave eða það sætuefni sem passer þér
4 msk tómatsósa
200 ml pastasósa
1 msk sítrónusafi
200 ml appelsínusafi
2 tsk gróft salt
1 tsk svartur pipar
1 msk lífræn soyasósa
1 stk smátt saxaður hvítlauksgeiri
2 msk engifersafi
Hita oliuna og létt steikja laukinn og hvítlaukinn, setja saman við rófurnar og halda áfram að steikja
Bæta út í kryddum og sósum, lækka undir og láta malla í 30 mín, setja þá útí ávöxtinn.
Skreyta rófu meðlætið með basil.
Og fleira frá Helgu því nú fást víða frábærir, handhægir, hollir og góðir tilbúnir réttir úr Eldhúsi Helgu Mogensen.
Nánari upplýsingar á: https://www.facebook.com/ureldhusihelgumog/?fref=ts