• Án mjólkur
  • Án sykurs
  • Án glútens

Fyrir fjóra

Notaðu stóran tveggja lítra leirpott (Römertopf)

4 stk. kjúklingabringur nuddaðar með salti, pipar og broddkúmeni

2 stórar sætar kartöflur, skrældar og skornar í teninga

2 afhýddir laukar skornir í fjórðunga

2 gulrætur skornar í sneiðar

1 kúrbítur skorinn í stóra teninga

1 handfylli af möndlum

1 handfylli af rúsínum

2 tsk. mulið broddkúmen

1 tsk. muldar kardemommur

2 tsk. mulinn kóríander

2 kanilstangir

5 heilir hvítlauksgeirar

1 sítróna með hýði skorin í sneiðar

Salt

Pipar

Vatn

Blandið kryddum við niðurskorið grænmeti.

Leggið grænmetið og sítrónu í botninn á leirpottinum ásamt möndlum og rúsínum.

Bætið vatni við. Allt grænmetið á að liggja á kafi í vatni ásamt neðsta hluta kjúklingsins.

Setjið lokið á og stingið leirpottinum inn í kaldan ofn og stillið á 250°C.

Eldið í 45-60 mínútur.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/kylling_i_rmertopf_med_mandler_rosiner/aftensmad