• Án mjólkur
  • Án glútens
  • Án sykurs

Meðlæti fyrir fjóra

1 gulrófa eða sellerí

2 stórar rauðrófur

1-2 sætar kartöflur

Hægt að nota rósmarín eða timjan sem krydd

Skrælið og skerið grænmetið í þunnar flögur með kartöfluskrælara.

Setjið í ofnskúffu með bökunarpappír og hellið ólífuolíu og stráið smá salti og kryddi yfir.

Stingið inn í 160°C forhitaðan ofn í u.þ.b. 20 mínútur. Fylgist vel með.

Takið flögurnar út þegar þær byrja að fá lit og eru orðnar stökkar.

Ráðlegging!

Skerið grænmetið niður eins og franskar kartöflur. Þær þurfa í kringum 10 mínútur lengri tíma í ofninum. Tilvalið í nestispakkann með dýfu.

Uppskriftin birtist fyrst á uppskriftarsíðu Þorbjargar. Þar er einnig hægt að finna aragrúa af öðrum hollum og ljúffengum uppskriftum.

http://www.thorbjorg.dk/din_vitalitet/opskrifter/vis/rodfrugtchips/aftensmad