Mikið kakóæði gengur nú yfir landann og við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með og prófum okkur áfram líka og deilum hér með ykkur uppskrift sem barst af heitum jurta- og ávaxtadrykk, með kakó. Það er mikilvægt gera hér strax greinarmun á því að kakó (e. cacao) og kóko (e. cocoa) er ekki það sama og því ættum við að velja kakó af góðum gæðum, helst lífrænt og hrátt (óunnið), til að tryggja að öll þau mögnuðu innihaldsefni sem er að finna í þessari ævafornu baun rati í líkama okkar. Kakó þykir mörgum hafa róandi eiginleika sem meðal annars kemur til vegna þess að það inniheldur mikið magn af magnesíum og magnesíum er talið hafa einkar slakandi áhrif eins og þekkt er.
Svefn er öllum mikilvægur og það er ekkert minna en dásamlegt að vakna endurnærður eftir djúpan og nærandi svefn. Þó er það svo að við sofum misvel og að baki því geta að sjálfsögðu legið margar og ólíkar ástæður. Það reynist mörgum vel að búa sér til einhverskonar kvöldrútínu sem gott er að hefja svolítið áður en lagst er í hvílu. Það að undirbúa líkama og sál og fara meðvituð að sofa krefst þess að við gefum okkur tíma, tíma sem við getum notað til að hlúa að okkur sjálfum, finna fyrir okkur, jafnvel þakka fyrir daginn og kveðja hann og undirbúa okkur þannig fyrir nóttina. Sumir kyrja einhverskonar kvöldmöntru, sitja í kyrrð áður en farið er í rúmið, og koma sér í rólegt hugarástand áður en svefninn er boðinn velkominn. Mörgum þykir gott að fá sér heitan drykk, halda á hlýjum bollanum og dreypa á í núvitundarástandi, þegar þannig viðrar í kollinum okkar, og við náum jafnvel að “vera” í stutta stund áður en við förum að sofa. Flest okkar slökkva kannski bara á sjónvarpinu, bursta tennur og kasta sér í rúmið, muldra kannski barnabænirnar og sofna… eða ekki.
Jafnvel þó svo við séum sannarlega þreytt og klukkan orðin allt of margt er ekki þar með sagt að svefninn bíði okkar alltaf fljótlega eftir að örþreytt höfuðið er komið á koddann, því miður. Sumir þekkja það allt of vel að það er einmitt þá sem við eiginlega glaðvöknum og allskonar hugsanir streyma að og sama hvað reynum að bægja þeim frá okkur finna þær sér leið til okkar aftur og aftur og baráttan er hafin. Þetta er vítahringur sem við könnumst væntanlega velflest við að hafa lent í til lengri eða skemmri tíma.
Nú er komin á markað vara sem heitir SleepyLove og er í duftformi og ætluð til að blanda í vatn. Hún inniheldur frábæra blöndu af sérvöldum Bach blómadropum sem margir þekkja og njóta einstakra áhrifa af, sér í lagi þeir sem eiga erfitt með að róa hugann fyrir svefninn.
SleepyLove fyrir svefninn
SleepyLove er duft sem er blandað í heitt vatn og er með mjúku lífrænu mango- og eplabragði og hlýju engiferi og sítrónu auk sérvalinnar blöndu Bach blómadropanna góðu (Honeysuckle (Vaftoppur), Walnut (Valhnota), Rock Rose (Glóauga), Impatiens (Risabalsamína), Cherry Plum (Fuglaplóma), Clematis (Hnoðrabergsóley) og Star of Betlehem (Morgunstjarna)). Blandið duftinu saman við vatn (allt að 180 ml) og hrærið vel. Ef þú vilt ekki innbyrða of mikinn vökva fyrir svefninn má blanda helmingi minni skammt og nota þannig innihald í hverju bréfi í tvö skipti. SleepyLove er lífrænt og VEGAN og fæst í heilsuverslunum og fjölmörgum apótekum um land allt. SleepyLove inniheldur engan viðbættan sykur eða sætuefni.

Kvöldsólarglóð
Þessi kynngimagnaða uppskrift sem fer hér á eftir barst umboðsaðila SleepyLove í sumar og það smellpassar að birta hana nú því þar er meðal annars er búið er að blanda kakó saman við SleepyLove og drykkurinn nefndur “Kvöldsólarglóð”. Fallegt. Það mætti segja að þetta sé nokkurskonar hátíðarútgáfa af SleepyLove og Kvöldsólarglóðin er frábær þegar þannig liggur á okkur og við viljum nostra örlítið aukalega og til dæmis bjóða gestum að kvöldi í staðinn fyrir kaffibollann.
Kvöldsólarglóð
Þessi uppskrift gefur 2-3 bolla
1 bréf SleepyLove
1 tsk kakóduft, ósætt (cacao)
350-500 ml sjóðandi vatn
1 kúfuð tsk möndlu- eða hnetusmjör
kókos- eða möndluflögur (má sleppa)
Blandið SleepyLove og kakódufti saman í könnu og hrærið svo vatninu saman við– magnið fer eftir smekk. Setjið möndlusmjörið út í og hrærið þar til það leysist upp. Berið drykkinn ef vill fram með kókos- eða möndluflögum til að strá yfir. Njótið!
SleepyLove fæst í heilsuverslunum, Fjarðarkaup, Hagkaup, Melabúðinni, Heimkaup og fjölmörgum apótekum um land allt.
Unnið og birt í samstarfi við ABEL heilsuvörur.